Hólsvöllur ónýtur eða ónýttur ?
Hvað er eiginlega að gerast með fótbóltasvæðið suður á Hóli?
Fór suður að Hóli í dag, gekk þar um og ég verð að segja að mér mér brá mikið og blöskraði ástandið á svæðinu. Ekki bara vellinum sjálfum sem er í hörmulegu ástandi heldur einnig öllu svæðinu þar í hring.
Ég er nú bara svona "sumardrengur" og ekkert voðalega vel inni í bæjarmálum Fjallabyggðar og ætti kannski þess vegna ekki að vera með skoðanir á neinu.
En ég er líka gamall KS-ingur, man þá tíð að ég og margir aðrir vorum þarna mánuðum saman með haka, skóflur og hrífur. Unnun hörðum höndum við að skapa fyrsta grasvöll bæjarins.
Ég leyfi mér að spyrja:
Hver hefur umsjón með þessu svæði ?
Er eingin starfsemi á svæðinu ?
Á ekki að fara fram Pæjumót þarna eftir ca. mánuð ?
Af hverju er svæðið í þessari niðurnýslu ?
"Reiður, gamal og feitur KS-ingur, grrr !"
NB
Auglýsingar styrktaraðilla að hverfa í frumskóg af grasi
Hörmungar ástand á vellinum
NB
Athugasemdir