Hvaða leiki eiga United og Liverpool eftir?

Hvaða leiki eiga United og Liverpool eftir? Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United, Jamie Carragher varnarmaður Liverpool og margir

Fréttir

Hvaða leiki eiga United og Liverpool eftir?

Knattspyrnustjórarnir Sir Alex Ferguson og Rafael Benítez, mynd mbl.is
Knattspyrnustjórarnir Sir Alex Ferguson og Rafael Benítez, mynd mbl.is
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United, Jamie Carragher varnarmaður Liverpool og margir sparkspekingar á Englandi og víðar spá því að slagurinn um Englandsmeistaratitilinn í ár komi til með að standa á milli Liverpool og Manchester United, tveggja sigursælustu liðanna á Englandi.

Eftir sigur United á Fulham í gærkvöld hafa Englandsmeistararnir nú fimm stiga forskot á Liverpool í toppsætinu en bæði lið eiga eftir að spila 13 leiki í deildinni og þau eiga eftir að mætast innbyrðis á Old Trafford.

Til gamans skulum við skoða hvaða leiki liðin eiga eftir.
Manchester United:
Heimaleikir (7): Blackburn, Portsmouth, Liverpool, Aston Villa, Tottenham, Manchester City, Arsenal.
Útileikir (6): Newcastle, Fulham, Sunderland, Wigan, Middlesbrough, Hull.

Liverpool:
Heimaleikir (7): Manchester City, Sunderland, Aston Villa, Blackburn, Arsenal, Newcastle, Tottenham.
Útileikir (6): Middlesbrough, Manchester United, Fulham, Hull, West Ham, WBA.

Liverpool hefur oftast allra liða unnið Englandsmeistaratitilinn eða alls 18 sinnum en United kemur á hæla þeirra með 17 titla. 19 ár eru liðin frá því Liverpool landaði titlinum síðast en frá því Liverpool varð síðast meistari hefur Manchester-liðið orðið 10 sinnum meistari.


Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst