Jafntefli í fyrsta leik hjá KS-Leiftur

Jafntefli í fyrsta leik hjá KS-Leiftur Njarðvikingar voru allt annað en ánægði með niðurstöður út leik þeirra við KS Leiftur á Njarðtaksvellinum í dag sem

Fréttir

Jafntefli í fyrsta leik hjá KS-Leiftur

Meistaraflokkur KS-Leiftur
Meistaraflokkur KS-Leiftur
Njarðvikingar voru allt annað en ánægði með niðurstöður út leik þeirra við KS Leiftur á Njarðtaksvellinum í dag sem endaði með 2-2 jafntefli. Óhætt er að segja Njarðvíkingar hafi upplifað sama leikinn frá því í fyrra sumar þegar þeir töpuðu niður tveggja marka forskoti gegn KS/Leiftri en núna héldu þeir þó jöfnu.
Njarðvikingar voru sterkari aðilinn og áttu svo til fyrri hálfleikinn og voru að leika vel og náðu forystunni á strax á 5.mínútu þegar Kristinn Björnsson drumaði boltanum í netið eftir dóf í teignum. Gestirnir minntu reglulega á sig og náðu nokkrum sinnum að ógna marki Njarðvikinga. Seinna markið kom eftir hraðaupphlaup heimamann þegar Árni Þór Ármannsson kom boltnum í markið af harðfylgi á 43.mínútu.

Seinni hálfleikurinn lofaði góðu fyrir Njarðvíkinga nokkrum sinnum náðu þeir að ógna marki gestana en ekki fór boltinn í markið. Jóhann Guðbrandsson minnkaði munin á 75.mínútu þegar hann skallaði boltann örugglega í markið eftir hornspyrnu. Njarðvikingar fengu vítaspyrnu á 77.mínútu þegar brotið var á Kristni Erni Agnarsyni.

Rafn Vilbergsson tók spyrnuna en Halldór Guðmundsson markvöruð KS Leifturs varði örugglega. Við þetta var sem allur vindur væri úr heimamönnum og gestirnir færðust allir í aukana. Á 87.mínútu var dæmd vítaspyrna á Njarðvikinga þegar Helgi Már Vilbergsson braut á Benis Krasnigi. Úr spyrnuni skoraði Benis sjálfur.

Það er óhætt að segja 2 - 2 jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit og hvort liðið hafi á hvor sinn hálfleik.

Njarðvík 2 - 2 KS/Leiftur
1-0 Kristinn Björnsson ('5)
2-0 Árni Þór Ármannsson ('43)
2-1 Jóhann Guðbrandsson ('75)
2-2 Benis Krasnigi ('87) (Víti)




Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst