Knattspyrnuæfingar hjá 8. flokki KF
sksiglo.is | Íþróttir | 06.03.2014 | 06:00 | Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir | Lestrar 412 | Athugasemdir ( )
Eins og margir vita þá er mjög öflugt íþróttastarf hér í Fjallabyggð og eru iðkendur á öllum aldri.
Þau allra yngstu mæta í Íþróttahúsið á Siglufirði á Miðvikudögum þar sem KF býður upp á
knattspyrnuæfingar fyrir 8. flokk.
Óskar Þórðarson Íþróttakennari sér um að þjálfa krakkana ásamt aðstoðarmanni sínum Vitor (sonur Guito
Thomas organista)
og fá krakkarnir góða útrás í boltanum í bland við hina ýmsu leiki og sprell.
Foreldrar eða systkini koma með á æfingar og aðstoða ef þarf.
Það er fullt af kraftmiklum krökkum í Fjallabyggð og frábært að fylgjast með þeim í því góða starfi sem KF er
að bjóða uppá.









Athugasemdir