KS/Leiftur - Reynir Sandgerði

KS/Leiftur - Reynir Sandgerði KS-Leiftur tók á móti liði Reynis frá Sandgerði í blíðskapar veðri á Hólsvelli í gær. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru

Fréttir

KS/Leiftur - Reynir Sandgerði

Leikmenn KS/Leifturs fagna marki
Leikmenn KS/Leifturs fagna marki
KS-Leiftur tók á móti liði Reynis frá Sandgerði í blíðskapar veðri á Hólsvelli í gær. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru eins og best verður á kosið og það var greinilegt að leikmenn KS/Leifturs mættu tilbúnir til leiks.

Leikurinn var fjörlegur frá upphafi og dróg til tíðinda á 29. mínútu, en þá slapp Milan Lazarevic leikmaður KS-Leifturs einn innfyrir vörn Reynismanna. Hann var tekinn niður í ákjósanlegu marktækifæri og því ekkert annað fyrir dómarann að gera en að vísa varnarmanninum útaf.

Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og náðu heimamenn ekki að nýta sér liðsmuninn. Jafnræði var með liðunum og áttu bæði lið nokkur góð færi en það voru Reynismenn sem komust  yfir á 55. mínútu.

Það var svo á 65. mínútu sem Eiríkur Ingi Magnússon skoraði laglegt mark fyrir heimamenn. Hann plataði varnarmann Reynismanna og hamraði boltann í fjærhornið, stönginn inn og hörkuspennandi leikur framundan.

Eftir þetta voru leikmenn KS/Leifturs mikið mun sterkari með Þórð Birgisson fremstan í flokki og var það vel við hæfi að hann kæmi KS-Leiftri yfir á 82. mínútu.

Markið kom eftir mikla baráttu og stórglæsilegan undirbúning Harðar Más Magnússonar. Staðan orðin 2-1 fyrir KS-Leiftur og liðið að spila mjög vel.

Doddi (Þórður Birgisson) kórónaði svo flottan leik sinn með því að skora annað markið sitt á 89. mínútu.

Það var svo rétt í blálokin sem gamli Marlboro refurinn Sinisa Kekic skoraði seinna mark Reynismanna, beint úr aukaspyrnu. 3-2 sigur KS/Leifturs staðreynd og mikilvæg stig í höfn.

Liðið KS/Leifturs var að spila ágætlega í dag og sýndi á köflum góð tilþrif og boltinn gekk vel manna á milli. Liðið sýndi mikinn baráttuhug og virkilega gaman að sjá hversu mikið leikmenn voru tilbúnir að leggja á sig fyrir þennan sigur.

Liðið fer vel af stað undir stjórn Róberts Haraldssonar og ef liðið sýnir þennan baráttuhug í næstu leikjum ætti það að þokast hægt og rólega upp stigatöfluna.






Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst