Víðir vs KS/Leiftur - sigur í fyrsta leik
Sólin skein skært í Garðinum en þó var dágóður blástur. Nokkur vorbragur var á liðunum en KS/Leiftur var klárlega sterkari í upphafi leiks þar sem Raggi Hauks komst nálægt því að skora strax í upphafi þegar hann komst einn inn fyrir en náði ekki að nýta sér það.
Á 23.mínútu komust KS/Leiftur nokkuð verðskuldað yfir með marki frá Milan Lazervic eftir mistök í vörn heimamanna. Við þetta mark tóku KS/Leiftur öll völd á vellinum og voru nálægt því að bæta við marki því að á 34. mín slapp Raggi aftur inn fyrir varnarmaður og fyrirliði Víðis, Daníel Frímannsson, brýtur af sér og fær að líta rautt spjald. KS/Leiftur fékk aukaspyrnu af fínu færi en náðu ekki að nýta sér hana. En staðan þegar flautað var til hálfleiks var 0-1 fyrir KS/Leiftur.
Víðismenn komu mun baráttuglaðari til leiks í síðari hálfleik en voru þó ekki að skapa sér nein færi en á 54.mínútu máttu litlu muna að heimamenn yrðu tveimur færri þegar Gísli Gíslason braut á Þórði Birgissyni sem var við það að sleppa einn inn fyrir vörn Víðis, en Gísli fékk einungis gult spjald. Af þessu sést að KS/Leiftur var oft á tíðum að leika vörn Víðis grátt og voru töluvert betri aðilinn í leiknum.
Það var svo á 70.mínútu að KS/Leiftur bætti við marki og var þar að verki aftur Milan Lazervic eftir hreint út sagt frábæra sendingu frá Herði Má Magnússyni sem hafði komið inná sem varamaður 30 sekúndum áður.
Frábærlega klárað hjá Milan og var hér orðið klárt að stigin 3 yrðu okkar. Ekkert gerðist í leiknum eftir þetta mark og lauk því leiknum með góðum sigri KS/Leifturs 0-2, óska byrjun fyrir okkar menn.
Næsti leikur er svo derby leikur gegn Tindastóli á Ólafsfjarðarvelli á miðvikudag, en sá leikur er í bikarkeppninni, KS/Leiftur sat hjá í 1. umferð og kemur því inn þá aðra.
Vinnist sigur á miðvikudaginn er ekki ólíklegt að við drögumst á móti úrvalsdeildarliði.
Nánari auglýsing verður send um leikinn síðar.
Athugasemdir