KS/Leiftur 3 – Afturelding 1

KS/Leiftur 3 – Afturelding 1 Glæsilegur fyrsti heimaleikur KS/Leifturs á Siglufjarðarvelli lauk með 3-1 sigri á Mosfellingunum í Aftureldingu.

Fréttir

KS/Leiftur 3 – Afturelding 1

Glæsilegur fyrsti heimaleikur KS/Leifturs á Siglufjarðarvelli lauk með 3-1 sigri á Mosfellingunum í Aftureldingu.


Mikil stemmning var á leiknum og fjöldi fólks mætt til að hvetja liðið sitt áfram enda veðurblíðan með eindæmum góð. Leikurinn fór hægt af stað en á 23. mínútu lagði Þórður Birgis fyrsta markið fyrir KS/Leiftur. Raggi Hauks negldi síðan annað markið einungis 3 mínútum síðar eftir að markvörður Aftureldingar missti frá sér boltann. Arnór Snær minnkaði muninn fyrir Aftureldingu á 35 mínútu og var staðann í hálfleik því 2-1 fyrir KS/Leiftur.
Í síðari hálfleik lenti varnarmaður Aftureldingar í því óláni að missa boltann í eigið net og lauk leiknum því 3-1 fyrir KS/Leiftur.

Til hamingju með frábæran sigur.





Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst