KS/Leiftur jafnaði með seinustu snertingu
fotbolti.net | Íþróttir | 13.07.2009 | 22:37 | | Lestrar 526 | Athugasemdir ( )
Leikur ÍH og KS/Leifturs var ekkert sérstaklega skemmtilegur og var lítið um opin færi. ÍH hélt sig nokkuð aftarlega á vellinum og stjórnaði KS/Leiftur ferðinni. Afskaplega lítið var um færi í fyrri hálfleik og kom eina markið undir lok fyrri hálfleiks. Þá skallaði Ragnar Hauksson boltanum glæsilega í markið.
Síðari hálfleikur var heldur fjörugri en sá fyrri. ÍH menn náðu að jafna snemma og aftur var það eftir fast leikatriði. Markið skoraði Guðjón Frímann Þórunnarson en hann skoraði með föstu skoti frá vítateigslínu eftir að Halldór Ingvar Guðmundsson markvörður KS/Leifturs kýldi boltann frá eftir aukaspyrnu.
Norðanmenn voru svo æfir út´´i dómara leiksins þegar hann neitaði þeim um vítaspyrnu þegar boltinn fór augljóslega í hönd Daníels Einarssonar og er ótrúlegt að vítaspyrna hafi ekki verið dæmd.
ÍH komst svo yfir þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. Þá komst Daníel Einarsson í þröngt færi sem Halldór varði en boltinn datt fyrir Andra Hrafn Sigurðsson sem potaði boltanum yfir línuna.
Lokamínúturnar voru æsispennandi, ÍH menn björguðu til að mynda á marklínu og þá fengu norðanmenn óbeina aukaspyrnu í vítateig ÍH en skutu yfir. Það var svo þegar 5 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma að þeir náðu að jafna. Dalibor Lazic fékk boltann á vinstri kannti og sendi góða sendingu fyrir, boltinn fór í gegnum vörnina og inn. Þetta var seinasta snerting leiksins og úrslitin 2-2 sem eru nokkuð sanngjörn miðað við gang leiksins.
ÍH 2 - 2 KS/Leiftur
0-1 Ragnar Hauksson
1-1 Guðjón Frímann Þórunnarson
2-1 Andri Hrafn Sigurðsson
2-2 Dalibor Lazic
Magnús Valur Böðvarsson, maggivb@fotbolti.net
Síðari hálfleikur var heldur fjörugri en sá fyrri. ÍH menn náðu að jafna snemma og aftur var það eftir fast leikatriði. Markið skoraði Guðjón Frímann Þórunnarson en hann skoraði með föstu skoti frá vítateigslínu eftir að Halldór Ingvar Guðmundsson markvörður KS/Leifturs kýldi boltann frá eftir aukaspyrnu.
Norðanmenn voru svo æfir út´´i dómara leiksins þegar hann neitaði þeim um vítaspyrnu þegar boltinn fór augljóslega í hönd Daníels Einarssonar og er ótrúlegt að vítaspyrna hafi ekki verið dæmd.
ÍH komst svo yfir þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. Þá komst Daníel Einarsson í þröngt færi sem Halldór varði en boltinn datt fyrir Andra Hrafn Sigurðsson sem potaði boltanum yfir línuna.
Lokamínúturnar voru æsispennandi, ÍH menn björguðu til að mynda á marklínu og þá fengu norðanmenn óbeina aukaspyrnu í vítateig ÍH en skutu yfir. Það var svo þegar 5 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma að þeir náðu að jafna. Dalibor Lazic fékk boltann á vinstri kannti og sendi góða sendingu fyrir, boltinn fór í gegnum vörnina og inn. Þetta var seinasta snerting leiksins og úrslitin 2-2 sem eru nokkuð sanngjörn miðað við gang leiksins.
ÍH 2 - 2 KS/Leiftur
0-1 Ragnar Hauksson
1-1 Guðjón Frímann Þórunnarson
2-1 Andri Hrafn Sigurðsson
2-2 Dalibor Lazic
Magnús Valur Böðvarsson, maggivb@fotbolti.net
Athugasemdir