KS/Leiftur semur við fjóra leikmenn

KS/Leiftur semur við fjóra leikmenn KS/Leiftur, sem leikur í 2.deildinni, gekk á dögunum frá samningi við fjóra leikmenn.Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson

Fréttir

KS/Leiftur semur við fjóra leikmenn

KS/Leiftur, sem leikur í 2.deildinni, gekk á dögunum frá samningi við fjóra leikmenn.
Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson gerði tveggja ára samning við KS/Leiftur en þessi sterki varnarmaður er að koma aftur til félagsins eftir að hafa leikið með KA í sumar. Ingimar og Kristófer Hlynssynir skrifuðu einnig undir tveggja ára samning við KS/Leiftur. Þeir voru í láni hjá Þór á síðustu leiktíð en eru núna komnir aftur til KS/Leifturs.
Þá skrifaði markvörðurinn Halldór Guðmundsson einnig undir tveggja ára samning við KS/Leiftur. Halldór spilaði flesta leiki liðsins á síðasta ári þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall.



Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst