KS/Leiftur stóð sig mjög vel á móti keflavík
KS/Leiftur heimsótti besta lið Íslands heim á fimmtudagskvöld. fyrirfram búist við
markaleik þar sem Keflvíkingar myndu láta finna fyrir sér.
Strax í upphafi leiks byrjaðu Keflvíkingar að sækja og góð sókn þeirra
endaði á skoti frá Ómari Karli en fast skot hans fór yfir markið.
Keflvíkingar sóttu mikið mun meira og voru skiljanlega mun meira með
boltann. Á 10. mínútu átti Andri Steinn gott skot á markið eftir laglegan
undirbúning frá Guðmundi Steinarssyni en Andri Steinn átti mjög góðan leik
hjá Keflvíkingum í kvöld.
Skömmu síðar átti Guðmundur Steinarsson magnaða fyrirgjöf eftir gott
upphlaup á Harald Frey sem var í upplögðu martækifæri en skalli hans rataði
ekki á markið. Á 20. mínútu vann Andri Steinn boltann á miðjunni, hljóp
sjálfur upp völlinn og átti skot að marki sem Nezir Ohran í marki
KS/Leifturs átti í erfiðleikum með og missti boltann en sem betur fer fyrir
hann þá rúllaði boltinn í stöngina og framhjá.
Fyrsta sókn KS/Leifturs manna kom svo eftir rétt tæpan hálftíma leik þegar
Eiríkur Magnússon átti sendingu á Þórð Birgisson sem tók hann viðstöðulaust
á lofti en skot hans fór framhjá.
Magnús Þórir átti svo gott upphlaup skömmu síðar og sendi fyrir á Guðmund
Steinarsson en skalli hans var slakur og átti Ohran í markinu ekki í
teljandi erfiðleikum með að verja.
Á 41. mínútu átti Guðmundur annan skalla, nú eftir sendingu frá Herði
Sveinssyni en KS/Leifturs menn náðu að bjarga á línu.
KS/Leifturs mönnum var því létt þegar blásið var til loka fyrri hálfleiks
þar sem staðan var enn markalaus 0-0..
En það var ekki langt liðið á seinni hálfleik þegar Hólmar Örn átti laglegan
sprett upp miðjuna og þrumaði að marki en boltinn skall í stönginni.
KS/Leifturs menn fengu svo aukaspyrnu á 54. mínútu sem gamla kempan Hörður
Már Magnússon tók. Góð aukaspyrna hans var þó varin af Árna í markinu.
En á 63. mínútu náðu Keflvíkingar loksins að brjóta ísinn. Guðjón Árni hljóp
upp hægri kantinn og sendi boltann fyrir, Nezir Ohran misreiknaði
fyrirgjöfina sem endaði á fjærstöng þar sem Magnús Þórir Matthíasson beið
átekta og skoraði af öryggi.
Keflvíkingar hættu ekki að sækja þrátt fyrir að vera komnir marki yfir og
skömmu eftir markið kom önnur fyrirgjöf frá Guðjóni Árna sem rataði á Magnús
Þórir sem gerði vel í að leggja boltann fyrir lappirnar á Hólmari Erni
Rúnarssyni sem á óskiljanlegan hátt sendi boltann yfir.
Magnús Þórir sendi svo fyrir á Hörð Sveinsson á 73. mínútu en laflaust skot
hans var varið af Nezir Ohran.
Undir lokin settu KS/Leiftur pressu á Keflavíkurliðið og uppskára tvö góð
færi. Það fyrra var á 86. mínútu þegar Þorsteinn Þorvaldsson átti skot að
marki en Árni Freyr átti ekki í teljanlegum erfiðleikum með það. Það síðara
var þó mun hættulegra en eftir mikinn darraðadans í vítateig Keflavíkur
lyfti Þórður Birgisson sér upp og tók hjólhestaspyrnu og aðeins snilldar
markvarsla Árna Freys kom í veg fyrir að KS/Leiftur næðu að knýja fram
framlengingu.
En leiknum lauk með enn einum eins marks sigri Keflavíkur og þeir því komnir
áfram í 16 liða úrslitin. KS/Leiftur áttu þó góðan leik og þá sérstaklega
Nezir Ohran markmaður þeirra.
Strákarnir sækja svo BÍ/Bolungavík heim í næsta leik á sunnudag. Sem verður
gríðarlega erfiður leikur, enda mikil og löng ferðalög þessa vikuna hjá
okkar drengjum.
Athugasemdir