KS/Leiftur vs Víkingur 1-3
Víkingsmenn mættu grimmari til leiks og stjórnuðu leiknum fyrstu mínúturnar en án þess þó að skapa sér nein dauðafæri. M.a. fengu þeir 3 horn spyrnur á fyrstu 10 mínútunum en náðu ekki að gera sér mat úr því. KS/Leiftur áttu einnig nokkur hálffæri einkum eftir eina hornspyrnu þegar skot Agnars Sveinssonar hafnaði í varnarmanni.
Það var svo á 23 mínútu sem gestirnir komust yfir, Víkingur fékk innkast á miðjum vallarhelmingi KS/Leifturs og fengu nægjan tíma til þess að athafna sig og gefa fyrir, sem endaði með mjög góðri fyrirgjöf frá Artjom leikmanni Víkinga af vinstri kanti, Aleks náði að smeygja sér á milli miðvarða KS/Leifturs og stangaði knöttinn í markið, glæsilegt mark hjá Aleks.
Víkingar héldu áfram að pressa nokkuð á KS/Leiftur og áður nefndur Aleks fékk fínt færi en Örlygur Þór Helgason varnarmaður KS/Leifturs gerði vel með að komast í veg fyrir skotið og varnaði því að Víkingar næðu ekki að auka forustuna.
Undir lok fyrri hálfleiks sóttu KS/Leifturs menn í sig veðrið vel studdir að áhorfendum á Ólafsfjarðarvelli, sem létu mjög vel í sér heyra í leiknum. En þrátt fyrir pressuna náðu þeir ekki að jafnametin og staðan því 0-1 í hálfleik Víking í vil.
Stuðningsmenn KS/Leifturs hafa væntanlega vonast eftir því að liðið kæmi betur stefnt í seinni hálfleikinn á myndi ná að nýta sér að spila með goluna í bakið. En Víkingar náðu að auka forustuna eftir að Þorsteinn Már Ragnarsson náði að prjóna sig í gegnum vörn KS/Leifturs og renna boltanum fram hjá Nezir í mark KS/Leifturs, vel gert hjá Þorsteini en að samaskapi hefðu heimamenn átt að geta gert mun betur í að koma boltanum í burtu.
Víkingar voru þarna komnir í nokkuð þægilega stöðu og virtust líklegir til að landa stigunum 3 nokkuð auðveldlega.
Hörður Már kom inná í lið KS/Leifturs og hann var ekki lengi að láta til sín taka því nokkrum mínútum síðar nær hann að leika auðveldlega á varnarmann Víkinga og senda boltann fyrir sem hafnaði í hendi Begga varnar manns Víkings og vítaspyrna dæmd. Ragnar Hauksson skorðaði svo nokkuð auðveldlega úr spyrnunni og KS/Leiftur komið inn í leikinn. Adam var ekki lengi í paradís fyrir heimamenn því einungis 4 mínútum síðar fengu Víkingur nokkuð ódýrt víti þegar boltinn virtist fara í hönd Sigurbjörns Hafþórssonar sem var liggjandi eftir krafs við sóknarmenn Víkinga. Markmaður KS/Leifturs varði vítaspyrnu Brynjars Kristmundssonar vel og staðan því ennþá 1-2. Víkingsmenn náðu þó að bæta fyrir vítaspyrnuna á 80 mínútu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson slapp einn í gegnum vörn KS/Leifturs og chippaði yfir markmann heimamanna. Vörn KS/Leifturs var heldur illa á verði þarna.
Fleira markvert gerðist ekki í leiknum og Víkingar lönduðu nokkuð sanngjörnum sigri á Ólafsfjarðarvelli.
Athugasemdir