Kynning á miðjumönnum KS/Leifturs – seinni hluti
Fannar Örn Hafþórsson, er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki nú í ár. Hann hefur ekki ennþá komið við sögu í alvöru leik en það kemur væntanlega til með að gerast fljótlega. Fannar hefur æft gríðarlega vel í vetur og tekið framförum.
Fannar er fæddur 1992 og er því einnig gjaldgengur í 2. flokk eins og margir af okkar yngri leikmönnum. En annar flokkur kemur einnig til með að spila mikið í sumar þar sem teflt er fram sameiginlegu liði með KS/Leiftri, Tindastól og Hvöt.
Skemmtileg staðreynd um Fannar Örn, hann er einn helsti styrktaraðili D:Fi en hann fer að sofa stífgelaður og vaknar nákvæmlega eins.
Agnar Þór Sveinsson. Aggi er fyrirliði liðsins og hefur verið með betri mönnum í liði KS sem og sameinuðu liði KS/leifturs undanfarin ár. Hann er fæddur 1976 en ber það þó ótrúlega vel. Aggi er einn af reynsluboltunum í liði KS/Leiftri og nýtist vel sem slíkur. Hann er gríðarlega vinnusamur leikmaður og er duglegur að hvetja aðra leikmenn áfram, s.s. mikill leiðtogi á velli.
Skemmtileg staðreynd um Agga, Aggi hefur alla tíð spilað með KS, en leiðinlegt er að segja frá því að hann leiddist eitt sinn útaf réttu brautinni þegar hann spilaði eitt með Tindastól. Til allrar hamingju áttaði hann sig fljótt og kom aftur í KS.
Andri Freyr Sveinsson. Andri er gífurlega efnilegur miðjumaður sem er að stíga sín fyrstu skref í mfl. Andri kom við sögu í nokkrum leikjum sl. Og stóð sig vel. Andri er fæddur árið 1994 og er því enn í 3. Fl en hefur verið með annan fótinn með mfl. Í allan vetur.
Skemmtileg staðreynd um Andra, Uppáhalds söngvarinn hans Andra er Helgi Björns.
Sigurbjörn Hafþórsson. Sigurbjörn er varafyrirliði liðsins og verður að teljast með massaðari mönnum í liðinu, not. Sigurbjörn er fæddur árið 1988 og er uppalin KS-ingur. Hann spilaði með úrvaldsdeildarliði Keflavíkur en hann var m.a. fyrirliði 2.flokks Keflavíkur. Sigurbjörn spilaði stórt hlutverk í liði KS/Leifturs sl. Sumar og vonandi heldur hann áfram að spila vel fyrir klúbbinn. Bjössi hefur tekið miklum framförum sérstaklega í að skalla bolta.
Skemmtileg staðreynd um Sigurbjörn, Hann á það til að gleyma sér fyrir framan spegilinn og tala við sjálfan sig. Það er ekki lygi.
Birgir Sæmundsson, eða hinn eini sanni Hr. Fjallabyggð, enda ættaður og búsettur á báðum stöðum. Birgir spilaði upp yngri flokkana með bæði Leiftri og KS og hefur verið viðloðandi m.fl liðanna undanfarin ár. Birgir lék nokkra leiki með liðinu síðasta tímabil, æft vel í vetur og mun líklega spila stærra hlutverk í ár og á komandi árum með liðinu.
Skemmtileg staðreynd um Birgi, Biggi tekur 23 og hálfu kílói meira en Brynjar `hinn harði` Harðarson í bekk.
Brynjar Harðarson, er þótt ótrúlega hljómi, aðeins 28 ára fjölhæfur leikmaður. Brynjar getur leikið allar stöður á vellinum og gerir það listavel. Brynjar æfði gríðarlega vel í vetur en lenti í leiðinlegum meiðslum á hné rétt fyrir mót. Brynjar er sárt saknað úr leikmannahópnum og vonast leikmenn eftir því að hann nái sér fljótt og fylgi liðinu eins mikið og hann getur í sumar.
Skemmtileg staðreynd um Brynjar, Sólin frá Sandgerði var eitt sinn uppáhalds hljómsveitin hans.
Athugasemdir