Markaleikur á Siglufjarðarvelli

Markaleikur á Siglufjarðarvelli Leikmenn KS/Leifturs buðu upp á góða skemmtun á Siglufjarðarvelli þegar Hvöt kom í heimsókn í 2. deild karla. Þetta var

Fréttir

Markaleikur á Siglufjarðarvelli

Hörkuleikur
Hörkuleikur
Leikmenn KS/Leifturs buðu upp á góða skemmtun á Siglufjarðarvelli þegar Hvöt kom í heimsókn í 2. deild karla. Þetta var mikill markaleikur sem einkenndist af mikilli baráttu og spennu. Sex mörk litu dagsins ljós, nokkur gul spjöld og þrjú víti.

Knattspyrnuáhugamenn á Siglufirði fengu svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð á laugardaginn, að loknum frábærum leik á heimsmeistaramótinu tók við stórskemmtilegur leikur KS/Leifturs og Hvatar.

Heimamenn komust yfir á 8. mínútu með sannkölluðu glæsilegu marki Milan Lazarevic sem skoraði með góðu skoti fyrir utan teig.

Stuttu seinna jöfnuðu leikmenn Hvatar úr vítaspyrnu. Á tuttugustu mínútu bætti hvöt svo við öðru marki og staðan 1- 2 í hálfleik.

KS/Leiftur byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og pressuðu lið Hvatar af miklum krafti. Þessi góða pressa skilaði heimamönnum víti á 51. sem Milan Lazarevic skoraði úr af miklu öryggi.

Heimamenn héldu áfram að pressa engu fengu á sig ódýra vítaspyrnu þegar boltinn hrökk í hönd varnarmanns á vítateigsjaðrinum,engin pressa á varnarmanni og engin hætta upp við mark KS/Leifturs. Spurning hvort dómarinn þurfi ekki að rifja upp kenninguna um hönd í bolta eða bolti í hönd.

Leikmaður Hvatar skoraði úr vítinu og fullkomnaði þar með þrennu sína. Heimamenn lögðu þó ekki árar í bát og héldu áfram að pressa sem leiddi til þess að á 71. mínútu skoraði Ragnar Hauksson gott mark eftir vel útfærða sókn heimamanna.

Það sem eftir lifði leiks voru heimamenn sterkir og fengu nokkurgóð tækifæri til að klára leikinn en inn vildi boltinn ekki.

Mark var dæmt af liði Hvatar á lokasekúndunum eftir að brotið hefði verið á markmanni KS/Leifturs í markteignum.

Frábær skemmtun fyrir áhorfendur og líklega sanngjörn úrslit. Bæði lið voru að spila skemmtilegan bolta og sýndu mikinn sigurvilja.

KS/Leiftur eru nú með 14 stig í 5.-6. sæti deildarinnar. Næstu leikur liðsins er í Hveragerði n.k. föstudag.








Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst