Mjög góđur árangur Umf. Glóa á Stórmóti ÍR

Mjög góđur árangur Umf. Glóa á Stórmóti ÍR Um síđustu helgi tóku 11 keppendur frá Glóa ţátt í hinu árlega Stórmóti ÍR í frjálsum íţróttum í Reykjavík. 

Fréttir

Mjög góđur árangur Umf. Glóa á Stórmóti ÍR

Íţróttarfólk framtíđarinar.
Íţróttarfólk framtíđarinar.

Um síđustu helgi tóku 11 keppendur frá Glóa ţátt í hinu árlega Stórmóti ÍR í frjálsum íţróttum í Reykjavík.  Mótiđ stóđ sannarlega undir nafni ţví ţađ reyndist fjölmennasta frjálsíţróttamót sem haldiđ hefur veriđ innanhúss á Íslandi međ 760 skráđa keppendur.  Keppendur í hverri grein voru 30-60 talsins í helstu aldursflokkum en samt sem áđur náđu keppendur Glóa 12 sinnum ađ verđa međal ţeirra 10 fremstu í ţeim tćplega 40 greinum sem ţau kepptu í.



Tvenn silfurverđlaun komu í hlut Siglfirđinga, Elín Helga Ţórarinsdóttir varđ í 2. sćti í kúluvarpi hjá stúlkum 9-10 ára og Björgvin Dađi Sigurbergsson náđi í silfriđ í 60 metra grindahlaupi hjá 11 ára strákum.  Björgvin stóđ sig sérstaklega vel á ţessu móti ţví hann varđ einnig í 4. sćti í ţremur öđrum greinum.



Ađrir keppendur stóđu sig međ prýđi og má t.d. nefna ađ Salka Heimisdóttir varđ í 6. sćti í hástökki 12 ára stúlkna, Sigríđur Ása Guđmarsdóttir í 7. sćti í langstökki 9-10 ára stúlkna, félagarnir Guđbrandur Elí Skarphéđinsson og Guđmundur Árni Andrésson höfnuđu báđir í 9. sćti á sínu fyrsta alvöru frjálsíţróttamóti, Guđbrandur í kúluvarpi og Guđmundur í 600 metra hlaupi og svona mćtti áfram telja.



Frábćr árangur hjá ţessum efnilegu krökkum og frjálsíţróttastarfiđ hér viđ ysta haf heldur áfram ađ vekja athygli ţeirra sem fylgjast međ ţessari íţróttagrein.  Nánari fréttir má nálgast á heimasíđu Glóa www.123.is/umfgloi




Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst