Myndir frá flugukastnámskeiði
sksiglo.is | Íþróttir | 25.05.2011 | 22:38 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 682 | Athugasemdir ( )
Þátttaka í flugukastnámskeiðinu sem haldið var um síðustu helgi var með ágætum. Vanir kastarar sem byrjendur nutu leiðsagnar topp kennara frá Vesturröst. Það mátti sjá seinni daginn að allir nemendur voru komnir með grunninn í fluguköstum og höfðu köstin lengst mikið frá deginum áður.
Tómas, Róbert og Magnús munda stangirnar.
Feðgarnir Árni og Þorgeir.
Sandra, Jakob og Elín.
Hilmar kennari fylgist með Tómasi.
Björgvin, Erla, Gulli og Hilmar að sýna Hjalta réttu handbrögðin.
Hilmar, Magnús, Sandra, Jakob, Jón Ingi kennari og Elín.
Hjalti einbeittur.
Hjónakornin Sandra og Hjalti fóru í keppni hvort kastaði lengra, Sandra sigraði með 4,26 m. en Hjalti kastaði 4,23 m.
Athugasemdir