Óþekktir skíðagarpar
sksiglo.is | Íþróttir | 25.05.2010 | 00:01 | | Lestrar 1329 | Athugasemdir ( )
Það var ekki laust við að ljósmyndarinn öfundaði þessa tvo skíðagarpa sem klyfu upp Ytri Staðarhólshnjúk með skíði á bakinu í gærkveldi í kvöldsólinni.
Þar stöldruðu þeir við uppi og slöppuðu af eftir gönguna upp, brugðu sér svo á skíðin og renndu sér í rólegheitum niður þar til snjó þraut neðar í fjallinu. Það eru greinilega fleiri girnilegar skíðabrekkur en í Skarðdal á Sigló. - Og ekki þurftu þeir skíðalyftu til að komast á toppinn þessir drengir.
Þar stöldruðu þeir við uppi og slöppuðu af eftir gönguna upp, brugðu sér svo á skíðin og renndu sér í rólegheitum niður þar til snjó þraut neðar í fjallinu. Það eru greinilega fleiri girnilegar skíðabrekkur en í Skarðdal á Sigló. - Og ekki þurftu þeir skíðalyftu til að komast á toppinn þessir drengir.
Athugasemdir