Páskamót KS- skráning
sksiglo.is | Íþróttir | 28.03.2010 | 07:00 | | Lestrar 522 | Athugasemdir ( )
Páskamót KS verður haldið laugardaginn 3. april í íþróttahúsinu á Siglufirði. Mótið er með hefðbundnu sniði, eða eins og síðustu innanhúsmót KS hafa verið. Keppt er í 5. mannabolta og er hámarksfjöldi leikmanna í liði 8. Mótið hefst klukkan 11. og biðjum við þátttakendur að ganga inn að sunnanverðu í íþróttahúsið og er ætlast til þess að leikmenn komi tilbúnir til leiks. Það verður hins vegar hægt að sturta sig að loknu móti, en sundhöllin opnar klukkan 14. og er opin til klukkan 18.
Mótsgjald fyrir hvert lið er 15.000 krónur og er mikilvægt að liðin greiði þátttökugjaldið um leið og þau hefja leik. Hefð er þó fyrir því að einstaklingar getir skráð sig hafi þeir ekki lið, en þá er allt reynt til þess að búa til lið á staðnum og er mótsgjald fyrir einstakling 2.500 krónur.
Mótið er að sjálfsögðu fyrir bæði kynin og hvetjum við sem allra flesta til þess að skrá sig og taka þátt!
Skráning fer fram hjá Brynjar í síma 869-8483 og Grétari í síma 891-6399.
Áfram KS
Athugasemdir