Sætur sigur hjá KS/Leiftur

Sætur sigur hjá KS/Leiftur Það var gríðalega mikilvægur sigur hjá KS/Leiftur í dag á Hólsvelli. Strákarnir okkar sigruðu lið Reynis úr Sandgerði örugglega

Fréttir

Sætur sigur hjá KS/Leiftur

Okkar menn fagna eftir sætan sigur á Reyni
Okkar menn fagna eftir sætan sigur á Reyni
Það var gríðalega mikilvægur sigur hjá KS/Leiftur í dag á Hólsvelli. Strákarnir okkar sigruðu lið Reynis úr Sandgerði örugglega 3-1 en Reynir situr í 3. sæti deildarinar. Það var strax á 3 mín. að Jóhann Guðbrandsson skoraði eftir frábært samspil og okkar menn réðu algerlega leiknum. Á 10 mín. skoraði svo Ragnar Hauksson og aftur á 25 mín.
Ragnar er nú næst markahæðstur í deildinni með 12 mörk í 17 leikjum. Reynismenn náðu svo að potta inn marki á 41 mín. eftir mikla þvögu í vítateig okkar manna. Í seinni hálfleik má segja að mikil pressa hafi legið á KS/Leiftur og voru Reynismenn betri aðilinn framan af seinni hálfleik en samheldni og gríðalega barátta okkar manna skóp þennan glæsilega sigur gegn liðinu í 3. sæti deildarinnar. Eftir leiki dagsins situr KS/Leiftur í 8 . sæti og á 4 leiki eftir. Það er erfitt að tala um að einhver einn hafi verið betri en einhver annar í þessum leik því samleikur, barátta og leikgleði var einkennandi fyrir allt liðið og eru því allir leikmenn KS/Leifturs menn leiksins að mati siglo.is.
 Myndir HÉR

Jóhann skoraði fyrsta markið


Ragnar skoraði annað markið


Ragnar skoraði þriðja markið og Agnar sæll með það



Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst