Sætur sigur hjá KS/Leiftur
sksiglo.is | Íþróttir | 29.08.2009 | 18:02 | | Lestrar 702 | Athugasemdir ( )
Það var gríðalega mikilvægur sigur hjá KS/Leiftur í dag á Hólsvelli. Strákarnir okkar sigruðu lið Reynis úr Sandgerði örugglega 3-1 en Reynir situr í 3. sæti deildarinar. Það var strax á 3 mín. að Jóhann Guðbrandsson skoraði eftir frábært samspil og okkar menn réðu algerlega leiknum. Á 10 mín. skoraði svo Ragnar Hauksson og aftur á 25 mín.
Ragnar er nú næst markahæðstur í deildinni með 12 mörk í 17 leikjum. Reynismenn náðu svo að potta inn marki á 41 mín. eftir mikla þvögu í vítateig okkar manna. Í seinni hálfleik má segja að mikil pressa hafi legið á KS/Leiftur og voru Reynismenn betri aðilinn framan af seinni hálfleik en samheldni og gríðalega barátta okkar manna skóp þennan glæsilega sigur gegn liðinu í 3. sæti deildarinnar. Eftir leiki dagsins situr KS/Leiftur í 8 . sæti og á 4 leiki eftir. Það er erfitt að tala um að einhver einn hafi verið betri en einhver annar í þessum leik því samleikur, barátta og leikgleði var einkennandi fyrir allt liðið og eru því allir leikmenn KS/Leifturs menn leiksins að mati siglo.is.
Myndir HÉR
Jóhann skoraði fyrsta markið
Ragnar skoraði annað markið
Ragnar skoraði þriðja markið og Agnar sæll með það
Ragnar er nú næst markahæðstur í deildinni með 12 mörk í 17 leikjum. Reynismenn náðu svo að potta inn marki á 41 mín. eftir mikla þvögu í vítateig okkar manna. Í seinni hálfleik má segja að mikil pressa hafi legið á KS/Leiftur og voru Reynismenn betri aðilinn framan af seinni hálfleik en samheldni og gríðalega barátta okkar manna skóp þennan glæsilega sigur gegn liðinu í 3. sæti deildarinnar. Eftir leiki dagsins situr KS/Leiftur í 8 . sæti og á 4 leiki eftir. Það er erfitt að tala um að einhver einn hafi verið betri en einhver annar í þessum leik því samleikur, barátta og leikgleði var einkennandi fyrir allt liðið og eru því allir leikmenn KS/Leifturs menn leiksins að mati siglo.is.
Myndir HÉR
Jóhann skoraði fyrsta markið
Ragnar skoraði annað markið
Ragnar skoraði þriðja markið og Agnar sæll með það
Athugasemdir