Sætur sigur í grannaslag

Sætur sigur í grannaslag KS/ Leiftur sigruðu lið Tindastóls á Hólsvelli í gærkvöld. Fjöldi fólks lagði leið sína á völlinn og var mikil stemming fyrir

Fréttir

Sætur sigur í grannaslag

Raggi ætlaði aldrei að hætta að fagna.
Raggi ætlaði aldrei að hætta að fagna.
KS/ Leiftur sigruðu lið Tindastóls á Hólsvelli í gærkvöld. Fjöldi fólks lagði leið sína á völlinn og var mikil stemming fyrir leiknum enda um grannaslag að ræða. Sú nýbreytni var fyrir leikinn að börn úr yngstu flokkum KS leiddu leikmenn liðanna til vallarins og var gaman að sjá gleðina hjá krökkunum við það.
Tindastólsmenn byrjuðu leikinn betur og komust í 0-2 en þá vöknuðu okkar menn og komust inní leikinn, Agnar Sveinsson minnkaði muninn með marki sumarsins hingað til er hann þrumaði boltanum viðstöðulaust í markið. Tindastólsmenn urðu svo fyrir því að skora sjálfsmark og staðan því jöfn í hálfleik. Það má segja að KS/Leiftur hafi ráðið leiknum í síðari hálfleik og áttu fjölmörg færi en boltinn vildi ekki inn og það var ekki fyrr en á loka sekundum leiksins að dómari leiksins dæmir vítaspyrnu á Tindastól og Benis fór á punktinn. Boltinn þandi möskvana og sigur okkar manna staðreynd því Tindastólsmenn rétt náðu að taka miðju er dómari leiksins flautaði leikinn af. Frábær sigur og góð stemming á Hólsvelli í gærkvöldi. Það má segja að Bjössi Habbós og Halldór hinn ungi markvörður hafi verið menn leiksins að mati siglo.is en það var liðsheildin sem skóp þennan sigur.

Myndir HÉR


Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst