Siglómót í blaki
sksiglo.is | Íþróttir | 01.03.2014 | 12:30 | Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir | Lestrar 862 | Athugasemdir ( )
Siglómót í blaki var haldið 14-15 febrúar sl. Þar sem 36 lið komu saman.
Það voru 9 heimalið sem skráð voru til leiks og ber þar sérstaklega að nefna lið Glóa sem skipað var krökkum á aldrinum 13-15
ára og sýndu þau frábæra takta greinilega mjög efnilegir blakarar þar á ferð.
Það var mikið fjör í Íþróttahúsum Fjallabyggðar og mættu heimamenn á pallana til að fylgjast með hörku
keppni.
Mótinu var svo slúttað með verðlauna afhendingu í Bátahúsinu þar sem tvö heimalið voru verðlaunuð.
Það voru um 170 manns sem héldu svo á Kaffi Rauðku í mat og skemmtun.
Það er óhætt að segja að gestirnir hafi farið ánægðir til síns heima.




Athugasemdir