Siglómótið hafið
Yfir þrjátíu lið voru mætt á Siglómótið í blaki þegar það hófst nú klukkan 8:00 í morgun. Bæði er spilað á Siglufirði og í Ólafsfirði og fer mótið vel af stað.
Reikna má með að keppendur séu á bilinu 180-200 enda hið minnsta sex í hverju liði en áætlað er að hver leikur taki um 30 mínútur. Samtals spilar hvert lið fimm leiki og má því ætla að í heildina sé spilað í um 4.500 mínútur eða 75 klukkustundir á þeim 10 tímum sem mótið stendur yfir, skemmtilegur orðaleikur þar á ferð. Áætlað er að spila til klukkan 18:00
Hér eru nokkrar myndir frá upphituninni á Ólafsfirði í morgun.
Athugasemdir