Siglómótiđ í blaki 2011 og Hyrnan 40 ára
sksiglo.is | Íţróttir | 24.02.2011 | 21:53 | Siglosport | Lestrar 625 | Athugasemdir ( )
Blakfélögin Hyrnan og Súlur halda nú um helgina eitt fjölmennasta blakmót sem haldiđ hefur veriđ hér í Fjallabyggđ ađ undanskildu Öldungamóti. Blak á sér langa hefđ hér á Siglufirđi en um ţessar mundir fagna ţeir Hyrnumenn 40 ára afmćli klúbbsins og eru sumir af stofnefndum enn ađ og munu taka ţátt í mótinu um helgina. Félagsskapur blakara er einstakur og samheldni hópanna sem ferđast saman á fjölmörg mót ár hvert er mikil. Blakvertíđin endar svo á Öldungamóti sem haldin eru á hinum ýmsu stöđum.
Blakarar vinna nú ađ ţví hörđum höndum ađ koma upp strandblakvelli hér í Siglufirđi og án efa verđur ţađ lyftistöng fyrir íţróttina. Alls taka 32 liđ ţátt í mótinu um helgina og má ţar nefna Snörtur, Völsung , Skellur, Rimar, KA, Fylkir, Laugdćli og fl. Mótiđ er allsérstakt fyrir ţćr sakir ađ verđlaunaafhendingin fer fram í hinu glćsilega Bátahúsi Síldarminjasafnsins og oft hefur heyrst hrós frá keppendum um umgjörđ mótsins. Lokahóf mótsins fer síđan fram á Allanum međ borđhaldi, söng og dansi.
Deildarskipting, liđ og spilaform má sjá HÉR
Mundý í baráttu á mótinu í fyrra.
Blakarar á leiđ á Öldungamót á Ísafirđi.
Frá verđlaunaafhendingu í Bátahúsinu í fyrra.
Dývur koma sterkar til leiks í ár.
Hér er hann Guđfađirinn sjálfur Bjarni the Painter.
Gítarband Hyrnumanna ţekkja allir og sumir verđa bara ađ fá ađ syngja međ.
Athugasemdir