Siglómótið í Öldungablaki

Siglómótið í Öldungablaki Siglómótið í Öldungablaki byrjaði kl. 19 á föstudagskvöldinu á Sigló og síðan kl. 8 á laugardeginum.  Á Ólafsfirði voru

Fréttir

Siglómótið í Öldungablaki

Guðrún Sif Guðbrandsdóttir og Þórdís Jakobsdóttir
Guðrún Sif Guðbrandsdóttir og Þórdís Jakobsdóttir

Siglómótið í Öldungablaki byrjaði kl. 19 á föstudagskvöldinu á Sigló og síðan kl. 8 á laugardeginum.  Á Ólafsfirði voru spilaðir 12 karlaleikir og 3 leikir í 1. deild kvk frá kl. 8.35-11.30 á laugardeginum.

Þátt tóku 31 lið frá Laugarvatni, Reykjavík og af Norðurlandi allt austur að Kópaskeri.   

Úrslit Siglómótsins 2012 eru eftirfarandi :

1. deild - Eik kvenna, Fylkir karla.
2. deild kvk - Rimar B.
3 deild kvk - Súlur 5.

Deginum lauk svo í Kaffi Rauðku með góðum mat, söng, gleði og dunandi dansi fram á nótt eins og vera ber þegar blaköldungar koma saman.

Kunnum við öllum þátttakendum bestu þakkir fyrir komuna, frábæran mótsanda og hjálpina við að láta allt ganga upp.

Hyrnumenn og Súlumeyjar vona að allir hafi komist heilir heim og hlökkum til að sjá ykkur aftur á Trölla 2012 í vor.

Texti og myndir: GJS




 


Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst