Skarðsdalurinn tekur vel á móti þér opið
sksiglo.is | Íþróttir | 23.01.2010 | 09:52 | Egill Rögnvaldsson | Lestrar 380 | Athugasemdir ( )
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið er S-gola, hiti um 3 stig og heiðskírt, gerist ekki betra veður, færið er unnið harðfenni og búið að lina upp allar brekkur, allar lyftur eru keyrðar.
Brekkur sem eru inn í dag eru T-brekka að hluta, Stálmasturbrekka, Þvergilið, brekka fyrir ofan Skíðaskála og það eru allar brekkur inn á Búngusvæðinu. Svæðið er búið að vera opið í 31 dag frá 5. desember.
Velkomin í fjallið starfsmenn
Athugasemdir