Skíðaparadísin í Skarðsdalnum er opin í dag
Skíðaparadísin í Skarðsdalnum verður opin í dag frá kl 15-20, fjölmennum nú í Skarðsdalinn góða, veðrið kl 12:30 logn, hiti 2 stig og léttskýjað, færið er troðinn þurr snjór í bland við blautan s s gott færi fyrir alla. Í heimsókn í fjallinu nú í morgun var Grunnskóli Fjallabyggðar krakkar frá Ólafsfirði og skemmtu sér allir mjög vel. Opnunardagar eru komnir í 87 og eru gestir að smella í 9. þúsund og en er eftir 1 mánuður af tímabilinu en síðasti opnunardagur er 1. maí.
Skíðakennsla fyrir fullorðna er í dag frá kl 18-20
Veðurspá næstu daga er mjög góð, drífa sig nú í fjallið
Starfsfólkið tekur vel á móti ykkur
Athugasemdir