Stelpurnar í 8-liða úrslit

Stelpurnar í 8-liða úrslit Stelpurnar í 4.flokki KS/Leifturs halda áfram að standa sig á Gothia Cup í Svíþjóð og eru nú komnar í 8-liða úrslit. Þetta er

Fréttir

Stelpurnar í 8-liða úrslit

Sigri fagnað. Ljósmynd, Dagný Finnsdóttir
Sigri fagnað. Ljósmynd, Dagný Finnsdóttir
Stelpurnar í 4.flokki KS/Leifturs halda áfram að standa sig á Gothia Cup í Svíþjóð og eru nú komnar í 8-liða úrslit. Þetta er mjög athyglisverður árangur og voru þær rétt í þessu að sigra sænskt lið sem er nokkuð stórt og þekkt í Svíþjóð.

Stelpurnar voru rétt í þessu að sigra sænska liðið IF Brommapojkarna í 16-liða úrslitum kepninnar. Liðsins bíður því leikur í 8-liða úrslitum kl. 14 í dag.

Þetta er frábær árangur hjá stelpunum og mikil stemning hjá þeim. Fjöldi fólks er á hverjum leik og er nú leikið eftir útsláttar fyrirkomulagi þannig að spennan er mikil.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu KS.



Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst