Stelpurnar í 8-liða úrslit
sksiglo.is | Íþróttir | 23.07.2010 | 09:10 | Bergþór Morthens | Lestrar 933 | Athugasemdir ( )
Stelpurnar í 4.flokki KS/Leifturs halda áfram að standa sig á Gothia Cup í Svíþjóð og eru nú komnar í 8-liða úrslit. Þetta er mjög athyglisverður árangur og voru þær rétt í þessu að sigra sænskt lið sem er nokkuð stórt og þekkt í Svíþjóð.
Stelpurnar voru rétt í þessu að sigra sænska liðið IF Brommapojkarna í 16-liða úrslitum kepninnar. Liðsins bíður því leikur í 8-liða úrslitum kl. 14 í dag.
Þetta er frábær árangur hjá stelpunum og mikil stemning hjá þeim. Fjöldi fólks er á hverjum leik og er nú leikið eftir útsláttar fyrirkomulagi þannig að spennan er mikil.
Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu KS.
Stelpurnar voru rétt í þessu að sigra sænska liðið IF Brommapojkarna í 16-liða úrslitum kepninnar. Liðsins bíður því leikur í 8-liða úrslitum kl. 14 í dag.
Þetta er frábær árangur hjá stelpunum og mikil stemning hjá þeim. Fjöldi fólks er á hverjum leik og er nú leikið eftir útsláttar fyrirkomulagi þannig að spennan er mikil.
Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu KS.
Athugasemdir