Tilkynning frá KS/Leiftri

Tilkynning frá KS/Leiftri Kæru foreldrar,Vegna leiðinlegra umræðna um hækkun æfingagjalda teljum við í stjórn KS og Leifturs ástæðu til að upplýsa

Fréttir

Tilkynning frá KS/Leiftri

Kæru foreldrar,
Vegna leiðinlegra umræðna um hækkun æfingagjalda teljum við í stjórn KS og Leifturs ástæðu til að upplýsa foreldra og aðstandendur  um hvaða hugmynd lá á bak við hækkun æfingagjalda. Stjórnin ætlaði að færa iðkendum sínum óvænta jólagjöf.  Jólagjöfin verður pakki frá Jako sem inniheldur æfingagalla, keppnistreyju, stuttbuxur og keppnissokka sem verður eign iðkenda. Þessi pakki kostar 27.000 á hvern iðkanda. Kostnaðurinn lá ekki fyrir þegar æfingagjöldin voru ákveðin fyrir hálfum mánuði síðan.



Okkur þykir það leitt að foreldrar hafi brugðist svona illa við, þetta átti að verða óvæntur glaðningur til heimilanna. Þannig að nú er það ljóst að æfingagjöldin hækka í raun um 5.000 krónur á milli ára. Þetta þýðir að kostnaður heimilanna í Fjallabyggð vegna knattspyrnuiðkunnar barna er áfram með þeim lægri á landinu. Hafa þarf til hliðsjónar að iðkendur okkar þurfa ekki að greiða neinn ferðakostnað í keppnisferðir og félagið sér um að greiða þátttökugjöld fyrir lið sín á mót, sem öllu jafna er á kostnað heimilanna hjá öðrum félögum.

Æfingagjöld KS/Leiftur 2010-2011.
Haustæfingar 10.000 (hefur verið frítt s.l. tvö ár)
Voræfingar 10.000 (óbreytt)
Sumaræfingar 25.000 (5.000 hækkun)
Pakki frá Jako 15.000  (kostar  27.000 per iðkenda)
Félagið greiðir mismuninn á Jako-vörunum sem verður um 2,0 milljónir.
Systkinaafsláttur:
Fyrsta barn.......45.000 + 15.000    Samtals 60.000
Annað barn......35.000 + 15.000    Samtals 50.000
Þriðja barn.......25.000 + 15.000    Samtals 40.000
Greiðslur:
Fyrir 1.nóv vetrargjald + pakkagjald   Samtals 25.000
Fyrir 1. feb vorgjald 10.000
Fyrir 10. júní sumargjald 25.000
Eins og áður hefur komið fram þykir okkur leitt að þurfa að segja frá þessu á þennan hátt, en við vildum stoppa allt neikvætt umtal og að sjálfsögðu að fá iðkendur KS og Leifturs til að mæta á æfingar með bros á vör.
Með kveðju,  stjórnir KS/Leifturs



Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst