Veiði byrjar í Fljótaá

Veiði byrjar í Fljótaá Félagsmenn í Stangaveiðifélagi Siglfirðinga hefja veiði í Fljótaá í dag en síðastliðinn sunnudag bauð leigutakinn Orri Vigfússon

Fréttir

Veiði byrjar í Fljótaá

Fyrsti laxinn úr Fljótaá 2011, 80 cm. hrygna.
Fyrsti laxinn úr Fljótaá 2011, 80 cm. hrygna.

Félagsmenn í Stangaveiðifélagi Siglfirðinga hefja veiði í Fljótaá í dag en síðastliðinn sunnudag bauð leigutakinn Orri Vigfússon stjórnarmönnum og fyrrverandi formönnum í opnun árinnar. Einn lax og fjöldi allur af bleikju fékkst í opnunni og telja fróðir menn að þetta viti á gott sumar í Fljótaá.

Eins og áður er öllum lax sleppt aftur í ánna enda margmiðið að gera ánna algerlega sjálfbæra. Bleikju má hinsvegar hirða í hófi. Unnið var að lagfæringum á hrygningarstöðum laxins í fyrrahaust á svæði 1 en strax í vikunni eftir það mátti sjá laxapör í djörfum leik á þeim stöðum og binda menn miklar vonir við þessa aðferð við að koma hrygningarstöðunum í gott horf.


Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst