Viðtal við Ragga Hauks á fótbolti.net
fotbolti.net | Íþróttir | 01.09.2009 | 07:00 | | Lestrar 534 | Athugasemdir ( )
Hvað er að frétta af KS/Leiftri?
Að þessu sinni er kíkt á stemninguna hjá KS/Leiftri. Ragnar Hauksson þjálfari liðsins svaraði nokkrum spurningum.
Hvernig er stemningin hjá KS/Leiftri þessa dagana?
Stemningin í hópnum er mjög góð. Menn eru nátturulega ekki alltof sáttur með gengið inná vellinum upp á síðkastið enda leikmenn með mikin metnað. Við ætluðum okkur meira en við lentum í ýmsum skakkaföllum sem hafa tekið sinn toll.
Er stuðningurinn við liðið góður?
Það er alltaf viss kjarni sem styður okkur og er það frábært.
Maður sér það best þegar maður fer á vissa útivelli sem eru mun stærri byggðarfélög en okkar og eru með færri áhorfendur en við.
Er mikill fótboltaáhugi í Fjallabyggð?
Það er mjög mikil fótboltaáhugi í Fjallabyggð og þó svo allir mæti ekki á völlinn þá vita flestir hvernig leikirnir fara og rætt er um leikina á kaffistofum bæjarins.
Áhugi meðal krakkana er gríðarlegur og fjöldi iðkenda er ótrúlegur.. Ég held að 80 % af skólakrökkunum séu að æfa fótbolta.
Hefur þú verið ánægður með spilamennskuna og gengi liðsins í sumar?
Já og nei. Breytingarnar frá því í fyrra eru gríðarlegar, það voru 13 leikmenn sem fóru frá okkur.
Við höfum verið alltof mikið jójó í sumar og okkur hefur vantað stöðuleika, ástæðan fyrir því að mínu mati er að við erum með mjög ungt lið sem þarft sinn tíma.
Fyrir utan þetta eru 4 leikmenn fyrir sunnan sem mæta nánast bara í leiki hjá okkur. sem dæmi þá hef ég aldrei haft allan hópinn saman á æfingu í sumar.
Ef þessi hópur helst saman næstu 2 – 3 árin þá er fótboltinn í fjallabyggð í fínum málum.
Hvaða leikmenn hafa staðið upp úr í liði ykkar í sumar?
Það er alltaf erfitt að pikka einhvern einn eða tvo úr hópnum.
Halldór Guðmundsson markmaður hefur staðið í markinum hjá okkur 17 ára gamall það er alltaf erfitt fyrir svona ungan strák að fylla svo mikilvæga stöðu. Hann er búinn að vera frábær og er ég mjög sáttur við hans framlag í sumar. Ég vissi að með þessar ákvörðun minni mundi ganga á ýmsu, hann svaraði kallinu og hefur sýnt að þessi ákvörðun var rétt að henda honum í djúpu laugina. Reynslan sem hann hefur öðlast í sumar er mikil (og ef hann væri jafn góður ökumaður og hann er markmaður þá væri lífið hans auðveldara). En þetta er samheldnin sem skiptir öllu máli í þessu.
Við höfum sýnt það að þegar við leggjum okkur allir fram þá erum við að ná góðum úrslitum einsog t.d í gær þegar við lögðum Reyni S 3-1 og þar var enginn farþegi í okkar liði. Ef að strákarnir sýna svona leik einsog í gær í næstu leikjum þá klárum við þá alla.
Hvað hefur komið þér mest á óvart í 2.deildinni í sumar?
Gengi KS/LEIFTURS við ætluðum okkur að vera ofar en með því að klára tímabilið með sigrum þá færum við nær því markmiði sem við ætluðum okkur.
Hvaða lið heldur þú að verði að berjast um að komast upp í 1.deildina í síðustu umferðunum?
Njarðvík og Grótta fara upp. (mín ósk)
Mun líklega verða úrslitaleikur milli Njarðv og Reynis í lokaumferðinni.
Eitthvað að lokum?
Ég hvet alla Fjallabúa að fjölmenna á Sauðárkróksvöll á Fimmtudaginn kemur því þá spilum við Tindastóll kl 18.30.
Ég get nánast garenterað að þetta verður leikur sem búður uppá allt. Ég veit að leikmönnum mínum er farið að hlakka til að spila við þá.
Leikurinn á Siglufirði við Tindastóll bauð upp á allt nema rautt spjald. Dramatík, 7 gul spjöld og 5 mörk þar sem við tryggðum okkur sigur á 90 mín úr vítaspyrnu, þannig vonandi verður leikurinn uppá krók jafn líflegur.
Alltaf gaman að spila þessi Derby leiki.
Áfram KS/LEIFTUR.
Magnús Már Einarsson, maggi@fotbolti.net
Að þessu sinni er kíkt á stemninguna hjá KS/Leiftri. Ragnar Hauksson þjálfari liðsins svaraði nokkrum spurningum.
Hvernig er stemningin hjá KS/Leiftri þessa dagana?
Stemningin í hópnum er mjög góð. Menn eru nátturulega ekki alltof sáttur með gengið inná vellinum upp á síðkastið enda leikmenn með mikin metnað. Við ætluðum okkur meira en við lentum í ýmsum skakkaföllum sem hafa tekið sinn toll.
Er stuðningurinn við liðið góður?
Það er alltaf viss kjarni sem styður okkur og er það frábært.
Maður sér það best þegar maður fer á vissa útivelli sem eru mun stærri byggðarfélög en okkar og eru með færri áhorfendur en við.
Er mikill fótboltaáhugi í Fjallabyggð?
Það er mjög mikil fótboltaáhugi í Fjallabyggð og þó svo allir mæti ekki á völlinn þá vita flestir hvernig leikirnir fara og rætt er um leikina á kaffistofum bæjarins.
Áhugi meðal krakkana er gríðarlegur og fjöldi iðkenda er ótrúlegur.. Ég held að 80 % af skólakrökkunum séu að æfa fótbolta.
Hefur þú verið ánægður með spilamennskuna og gengi liðsins í sumar?
Já og nei. Breytingarnar frá því í fyrra eru gríðarlegar, það voru 13 leikmenn sem fóru frá okkur.
Við höfum verið alltof mikið jójó í sumar og okkur hefur vantað stöðuleika, ástæðan fyrir því að mínu mati er að við erum með mjög ungt lið sem þarft sinn tíma.
Fyrir utan þetta eru 4 leikmenn fyrir sunnan sem mæta nánast bara í leiki hjá okkur. sem dæmi þá hef ég aldrei haft allan hópinn saman á æfingu í sumar.
Ef þessi hópur helst saman næstu 2 – 3 árin þá er fótboltinn í fjallabyggð í fínum málum.
Hvaða leikmenn hafa staðið upp úr í liði ykkar í sumar?
Það er alltaf erfitt að pikka einhvern einn eða tvo úr hópnum.
Halldór Guðmundsson markmaður hefur staðið í markinum hjá okkur 17 ára gamall það er alltaf erfitt fyrir svona ungan strák að fylla svo mikilvæga stöðu. Hann er búinn að vera frábær og er ég mjög sáttur við hans framlag í sumar. Ég vissi að með þessar ákvörðun minni mundi ganga á ýmsu, hann svaraði kallinu og hefur sýnt að þessi ákvörðun var rétt að henda honum í djúpu laugina. Reynslan sem hann hefur öðlast í sumar er mikil (og ef hann væri jafn góður ökumaður og hann er markmaður þá væri lífið hans auðveldara). En þetta er samheldnin sem skiptir öllu máli í þessu.
Við höfum sýnt það að þegar við leggjum okkur allir fram þá erum við að ná góðum úrslitum einsog t.d í gær þegar við lögðum Reyni S 3-1 og þar var enginn farþegi í okkar liði. Ef að strákarnir sýna svona leik einsog í gær í næstu leikjum þá klárum við þá alla.
Hvað hefur komið þér mest á óvart í 2.deildinni í sumar?
Gengi KS/LEIFTURS við ætluðum okkur að vera ofar en með því að klára tímabilið með sigrum þá færum við nær því markmiði sem við ætluðum okkur.
Hvaða lið heldur þú að verði að berjast um að komast upp í 1.deildina í síðustu umferðunum?
Njarðvík og Grótta fara upp. (mín ósk)
Mun líklega verða úrslitaleikur milli Njarðv og Reynis í lokaumferðinni.
Eitthvað að lokum?
Ég hvet alla Fjallabúa að fjölmenna á Sauðárkróksvöll á Fimmtudaginn kemur því þá spilum við Tindastóll kl 18.30.
Ég get nánast garenterað að þetta verður leikur sem búður uppá allt. Ég veit að leikmönnum mínum er farið að hlakka til að spila við þá.
Leikurinn á Siglufirði við Tindastóll bauð upp á allt nema rautt spjald. Dramatík, 7 gul spjöld og 5 mörk þar sem við tryggðum okkur sigur á 90 mín úr vítaspyrnu, þannig vonandi verður leikurinn uppá krók jafn líflegur.
Alltaf gaman að spila þessi Derby leiki.
Áfram KS/LEIFTUR.
Magnús Már Einarsson, maggi@fotbolti.net
Athugasemdir