Aldarminning Þórðar Jónssonar

Aldarminning Þórðar Jónssonar Þórður Jónsson símvirki, símaverkstjóri og leikari með meiru fæddist í Hafnarfirði 29. september 1909 d. 16. júní 1955.

Fréttir

Aldarminning Þórðar Jónssonar

Þórður Jónsson símvirki, símaverkstjóri og leikari með meiru fæddist í Hafnarfirði 29. september 1909 d. 16. júní 1955. Foreldrar hans voru Jón Meyvantsson sjómaður f. 14. október 1877 d. 11. desember 1956 og Guðrún Stefánsdóttir f. 14. desember 1886 d. 30. maí 1947.
Þórður kvæntist Guðnýju Sigríði Aðalbjörnsdóttur 6. júlí 1935. Guðný Sigríður var f. 10. september 1917, d. 4. júní 1974. Börn þeirra eru Jón Gunnar f. 16. desember 1935, d. 26. nóvember 1970, Björn f. 25. mars 1939, Rögnvaldur f. 10. júlí 1944, Guðrún f. 15. október 1945 og Aðalbjörg f. 26. desember 1950. Þórður vann ýmiss störf á Siglufirði og í Skagafirði. Meðal annars var hann verkstjóri yfir símavæðingunni í Skagafirði á árunum 1948 til 1955. Hann starfaði hjá Landssíma Íslands til dauðadags 1955.

Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst