Gott starf unnið á sjúkrahúsinu

Gott starf unnið á sjúkrahúsinu Í gær var sannkölluð jólastemming á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Það var engin önnur en Helen s. Meyrs stóð við

Fréttir

Gott starf unnið á sjúkrahúsinu

Helen Meyers
Helen Meyers
Í gær var sannkölluð jólastemming á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Það var engin önnur en Helen s. Meyrs stóð við vöfflujárnið og bakaði dýrindis vöfflur fyrir vistmenn á sjúkradeild og öldrunardeild.
Helen er lærður félagsliði og starfar sem slíkur á HS. Þetta starf er nýtt innan heilbrigðisgeirans og felst starfið í að efla félagslega virkni skjólstæðinga á heilbrigðis,- félags- og menntunarsviði. Félagsliðar veita stuðning og umönnun þar sem þarfir einstaklingsins eru hafðar að leiðarljósi. Hún hefur það fyrir sið að baka vöfflur fyrir sjúklinga mánaðarlega á meðan vistmenn grípa í spil, föndra, spila bingó, og gera fleira skemmtilegt sér til dundurs.  Alla þriðjudaga hittast vistmennirnir í matsalnum á sjúkradeildinni og njóta notalegra samverustunda undir leiðsögn Helenar sem hefur umjón með tómstundariðju á stofnuninni. Þeir Hjálmar Jónsson og Sveinn Björnsson tóku lagið fyrir vistmenn í gær á meðan fólkið gæddi sér á nýbökuðum vöfflum og kaffi  uummm...  ekki amalegt það.  Látum myndirnar sem Steingrímur Kristinsson tók við þetta tilefni tala sínu máli.



Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst