Guðlaug Guðmundsdóttir í föstudagsviðtalinu

Guðlaug Guðmundsdóttir í föstudagsviðtalinu Guðlaug Guðmundsdóttir er í föstudagsviðtalinu að þessu sinni. Lauga eins og hún er jafnan kölluð var mjög

Fréttir

Guðlaug Guðmundsdóttir í föstudagsviðtalinu

Kjarnakonan Guðlaug Guðmundsdóttir
Kjarnakonan Guðlaug Guðmundsdóttir
Guðlaug Guðmundsdóttir er í föstudagsviðtalinu að þessu sinni. Lauga eins og hún er jafnan kölluð var mjög treg til að veita viðtal en lét undan þrýstingi. Félagsmál eru Laugu hugleikin enda er hún skráð í flest öll starfandi félög á Siglufirði og ekki eru þau svikin af því að hafa orkubolta eins og hana innanborðs.
Hvað er á döfinni hjá þér á næstunni:

Það styttist í páskana og þá vil ég hafa fullt hús af börnum og barnabörnum til að stjana við og kjassa daginn út og inn. Nú svo er undirbúningur fyrir Knattspyrnuskóla Grétars Rafns byrjaður á fullu en hann þótti heppnast mjög vel í fyrra og það kom ekkert annað til greina en halda áfram með hann. Allt verður að smella saman svo að það er í mörg horn að líta þar, en með dyggri aðstoð KS og fleiri aðila tekst þetta allt saman.


Ertu félagsmálafíkill:

Nú svara Guðlaug ákveðið. Já ég er það og hef mikið gaman að því að starfa í félögum og upplýsir að hún sé formaður Kvenfélagsins og það sé nóg að gerast þar.


Er Steinn Elmar liðtækur við eldavélina og uppvaskið:

Elmar minn er mikill grillari og bíður nú eftir vorinu til að fara að taka þátt í eldhússtörfunum. Hann er mjög duglegur með uppvöskunarburstan en er fimari með hamarinn upplýsir Lauga skellihlæjandi.


Nú er sonur þinn með allmörg tatoo en finnst þér vanta eitt af mömmu á bringuna:

Guðlaug pírir augun og verður grimm á svip er hún svarar með áherslu. Nei það er alveg hreinar línur með það, alls ekki.


Hvað með snjóinn:

Ef ég mætti ráða þá væri hann bara á fjöllum og skíðasvæðum en ekki niðri bæjum.


Við þökkum Guðlaugu kærlega fyrir notalega kvöldstund á heimili hennar og Elmars og ekki klikkaði súkklaðitertan.



Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst