Illugi Gunnarsson alþingismaður

Illugi Gunnarsson alþingismaður ......á Sólbakka við Flateyri. Þingmaður og meistaranemi taka stöðu organista í Önundarfirði Í aðfangadagamessu í

Fréttir

Illugi Gunnarsson alþingismaður

Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson
......á Sólbakka við Flateyri. Þingmaður og meistaranemi taka stöðu organista í Önundarfirði
Í aðfangadagamessu í Flateyrarkirkju og Holtskirkju í Önundarfirði berast sóknunum óvæntur liðsauki í stöðu organista.

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suðurkjördæmi, tekur stöðu organista í Flateyrarkirkju og Albertína Elíasdóttir, meistaranemi í landafræði, við Holtskirkju.

Illugi segist hafa verið organisti við Flateyrarkirkju veturinn 1995 eftir snjóflóðið. „Þá var ég með öðrum stólum við orgelið þegar ég starfaði við verksmiðjuna Skelfisk.

Ég hef hlaupið í skarð orgelleikara hjá kirkjunni áður á jólum þegar þau hafa lent í vandræðum með orgelleikara. Þau hafa verið svo hörmulega illa stödd áður að þau hafa þurft að leita til mín,“ segir Illugi og hlær. Hann segist ekki vera búinn að fá sálmalistann fyrir messuna og sé því ekki byrjaður að æfa sig.

„Ég verð að reyna bjarga mér þegar ég kem heim. Ég kemst bara í orgel fyrir vestan þannig að ég verð að skjótast beint í kirkjuna þegar ég kem heim með flugi og æfa mig,“ segir Illugi.

Hann segist ekki vera menntaður orgelleikari en sé menntaður píanóleikari. „Þegar ég fór til Rómar árið 1997 lærði ég hjá organista Vatikansins í nokkra mánuði. Það er mín litla menntun á orgel og eru feilnótur mínar á orgelið ekki honum að kenna,“ segir Illugi og hlær.

Albertína tekur stöðu organista við Holtskirkju í aðfangdags- og jóladagsmessu. Hún segist ekki vera menntaður organisti en hafi lært á píanó frá sex ára aldri.

„Ég er afleysinga organisti. Organistinn í Holti fer alltaf heim til Póllands yfir jólin og ég tek stöðu hennar,“ segir Albertína.

Af: www.bb.is -- Ljósm.: BIB --  http://www.flateyri.is/
Hér skráð af: Björn Ingi Bjarnason.

Illugi er sonur Gunnars Rafns, fv. skólastjóra á Siglufirði


Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst