Mest MYNDAÐA fólk fjarðarins, Myndasería

Mest MYNDAÐA fólk fjarðarins, Myndasería Það er óhætt að segja að þau séu okkar frægasta fólk, enda hafa tugþúsundir ferðamanna tekið myndir af þeim

Fréttir

Mest MYNDAÐA fólk fjarðarins, Myndasería

Síldarsöltunarsýning við Rolandsbrakka
Síldarsöltunarsýning við Rolandsbrakka

Það er óhætt að segja að þau séu okkar frægasta fólk, enda hafa tugþúsundir ferðamanna tekið myndir af þeim syngjandi og dansandi við síldarsöltunar sýningar frá 1992. Margir hafa verið með frá upphafi, ungmenni koma og fara, sumir hafa tekið smá pásur og komið síðan aftur enda er þetta þéttur og góður félagskapur sem greinilega hefur gaman af þessu og leggur sig fram við að skemmta gestum Síldarminjasafnsins.

1992-1994 voru söltunarsýningar á stóru plani sem var við tjaldstæðið í miðbænum. 1995 og þar á eftir hafa sýningar farið fram við Rolandsbrakka. Hópurinn hefur líka tvisvar farið erlendis og haft sýningar bæði í Svíþjóð og á Álandseyjum. 
Sjá tengda frétt hér:  Kveðja frá Mariehamn á Álandseyjum

Á myndunum hér fyrir neðan má sjá meðan annars Biddu Björns sem ekki hefur misst úr eina einustu sýningu frá upphafi og hún hefur einnig haft fjölmargar einkasýningar, enda er hún aðal dýfan í hópnum og argar mikið á strákana og heldur þessu öllu gangandi með allskonar látum og látbragði. Þarna eru líka Svanhildur Björns og Laufey Elefsen fjörugar að vanda og svo má ekki gleyma Bjössa Sveins og Stúlla á harmonikkunni. Haukur sonarsonur Stúlla er  líka með í ár. Sandra Finns og dóttir hennar eru fulltrúar yngri kynslóðarinnar og sú stutta er sko með alla taktana þegar kemur að því að skammast í þessum "lötu" strákum sem aldrei geta gert eins og síldardömurnar vilja.  Ekki má gleyma hlutverki Ninna á Hring og hans harmonikkuspili gegnum árinn sem og Ómari Hauks sem stundum er fengin að láni í hópinn sem feitur og sællegur Síldarkóngur.

Sýningin byrjar í brakkanum, argað er út um gluggann. Það er komin síld, allir í gallann, drífa sig, gera klárt. Síðan mega sko áhorfendur stórlega vara sig, því hún þarna í glugganum losar úr koppnum beint á bryggjuna.

Aðeins að laga varalitinn, gætu komið sætir sjóarar og kíkt á mann í söltuninni.

Smá pása og þá er sungið og grínast við strákana.

Pásu polka.

Sú stutta alveg við það að detta ofan í tunnuna. Stúlli mundar nikkuna af einskæðri list.

Hringur kominn ofan á og tunnan full af gómsætri kryddsíld. SÆKJA TUNNU öskrar Bidda og skammast ógurlega yfir seinaganginum í unglingspiltinum.

Eitt handtak, hausinn flýgur af og magainnihald dregið út í einni og sömu handahreyfingu. Þær eru svo fljótar að varla hægt að taka mynd af þessu.

Sú stutta er búinn að læra hvernig maður fussar og sveiar yfir vanhæfni karlana.

 Sungið og síðan dansað við gestina að lokinn söltun.

Stúlli með danskan aðdáenda, en hún kunni textann á dönsku og söng með af lífi og sál.

Myndir og Texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842 - 0089 


Athugasemdir

30.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst