Okkar fólk: GLEÐISTUND Í ALINGSÅS !

Okkar fólk: GLEÐISTUND Í ALINGSÅS ! Það er alltaf glens og gaman þegar Siglfirðingar hittast, hvar svo sem það gerist í heiminum. Fór um daginn í

Fréttir

Okkar fólk: GLEÐISTUND Í ALINGSÅS !

Baldur Guðnason og María
Baldur Guðnason og María

Það er alltaf glens og gaman þegar Siglfirðingar hittast, hvar svo sem það gerist í heiminum.
Fór um daginn í heimsókn til Baldurs Guðna í Alinsås sem liggur í um 30 mínútna bílferð heiman frá mér. Stytti mér leið í gegnum skóginn og keyrði á “Rallý-veg” sem minnir á veginn um Almenninga. Bara beygjur og upp og niður, var næstum orðinn bílveikur.

Fyrir utan fjölbýlishúsið sem Baldur býr í hitti ég Birgir Eðvarðsson  (Bigga Ölmu) og konuna hans Önnu Margréti Ólafsdóttur en þau Biggi komu keyrandi um tveggja tíma leið norðan úr Fjällbacka, gagngert til að við myndum hittast hjá Baldri og eiga góðan eftirmiðdag með honum og konunni hans sem hann er nýgiftur með, en hún heitir María og er frá Úrkanínu.

Við ætluðum einnig að kíkja inná kaffihús sem heitir “kaffi Reykjavík” sem við vorum búinn að frétta af að væri til þarna í bænum og ætlunin var að við myndum kaupa okkur flatbrauð með hangikjöti og íslensk nammi. En það var því miður búið loka þessu kaffihúsi, það var líklega ekki nóg af íslendingum þarna í Alignsås.

 Þarna á þessu augnabliki voru Baldur og María að segja okkur frá að Baldur hefði enn einu sinni keyrt rafmagnshjólastólinn sinn út í vatn í veiðitúr í fyrra haust. Við Biggi vorum að reyna að benda honum á að vatn og rafmagn eiga ekki samleið, en Baldri er alveg sama.

En okkur var svo sem alveg sama um þetta kaffihús og við stoppuðum bara lengur hjá Baldri Guðnasyni í staðin. Baldur hefur verið kynntur ýtarlega hér á siglo.is áður í langri grein sem birtist 2014 og ég ætla ekki að vera langorður í dag um þennan yndislega mann og bara vísa í þessa grein:

Okkar fólk í útlöndum. RÚLLAÐ Í GEGNUM LÍFIÐ

Biggi og Anna Margrét hafa líka verið kynnt nýlega í annarri grein sem heitir:

Siglfirðingar, síld og sakamálasögur í Fjällbacka

Svo í þetta skiptið læt ég bara myndirnar tala................

 Æskuvinirnir og bátsfélagarnir Biggi og Baldur.

 Baldur eitthvað að gantast við Önnu Margréti , hann hefur alltaf verið hættulegur "sjarmör" þessi nýgifti maður.

 Ljósmynd: Anna Margrét.
Greinarhöfundur,  Baldur og Biggi á góðri stund og hristast af hlátri þegar Anna Margrét reynir að taka mynd af okkur.

 Kötturinn MJÁSI, hefur það gott, á eigin sófa og fær fjögra rétta máltíðir á hverjum degi.Hann er nú reyndar í megrunarkúr, því síðast þegar ég sá hann fékk hann minnst sex rétta máltíðir.

Texti og ljósmyndir:
Jón Ólafur Björgvinsson 


Athugasemdir

21.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst