Að kjósa ófrið þó friður sé í boði
sksiglo.is | Greinar | 25.02.2010 | 20:56 | | Lestrar 370 | Athugasemdir ( )
Mikil, breið og almenn samstaða er nú orðin um það innan sjávarútvegsins, hjá Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins að fara þess á leit að frumvarp um stjórn fiskveiða sem nefnt hefur verið „skötuselsfrumvarpið“ verði ekki afgreitt frá Alþingi. Varla hefur í aðra tíð myndast svo mikil samstaða á meðal hagsmunasamtaka í sjávarútvegi um beiðni af þessu tagi.
Því verður ekki að óreyndu trúað að stjórnarmeirihlutinn virði þessa víðtæku ósk að vettugi. Það væru kaldar kveðjur til heildarsamtaka launafólks á almennum markaði, sjómanna, fiskverkenda og útgerðarmanna stærri og smærri báta. Slíkt skeytingarleysi væri líka í hróplegri mótsögn við yfirlýstan vilja ríkisstjórnarinnar að leita leiða til að ná sátt um löggjöfina um fiskveiðistjórnun. Hin ofangreindu samtök telja það einmitt lið í slíkri sáttargjörð að frumvarpið umrædda verði ekki afgreitt.
Rifjum aðeins upp forsöguna.
Sáttin boðuð
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setti á laggirnar nefnd til þess að vinna að endurskoðun á fiskveiðistjórnarlögunum með sátt að leiðarljósi. Var nefndin skipuð með bréfi 1. júlí sl. Ráðherrann innsiglaði þennan vilja sinn á aðalfundi LÍÚ hinn 29. október sl. með þessum orðum: „Ég vil tiltaka hér sérstaklega að ég hef fyrir löngu ákveðið að gefa vinnuhópnum það svigrúm sem hann þarf. Með þessu á ég við að hann mun fá frið til verka sinna án sérstakrar íhlutunar af minni hálfu. Ég tel mikilvægt að aðrir sem hér eiga hlut að máli haldi þessa sömu stefnu í heiðri.“
Því miður reyndist ekki innistæða fyrir þessari yfirlýsingu. Því hálfum mánuði síðar varpaði ráðherrann sprengju inn í umræðuna og vinnu endurskoðunarnefndarinnar með umræddu frumvarpi sem meðal annars felur í sér ákaflega umdeild ákvæði sem margir hafa talið fyrsta skref til fyrningar aflaheimilda.
Því verður ekki trúað að ráðherrann hafi vitandi vits lagt stein í götu þess verks sem hann kallaði hagsmunasamtök og stjórnmálaflokka til; að endurskoða fiskveiðilöggjöfina með sátt í huga. Fremur verður þetta að teljast yfirsjón og athugunarleysi ráðherrans, þegar hann lagði frumvarpið fram.
Nú er hins vegar öldin orðin önnur. Nú liggur fyrir að frumvarp ráðherrans er að valda skaða og býr til fullkomið ósætti við sjávarútveginn og heildarsamtök launþega og atvinnulífs. Ráðherrann einn og ríkisstjórnarmeirihlutinn á Alþingi geta hins vegar lægt öldurnar með því að bregðast jákvætt við hinni almennu ósk um að frumvarpið verði ekki afgreitt.
Breið samstaða gegn frumvarpinu
Skoðum aðeins umsagnir tilvitnaðra hagsmunasamtaka, sem lagðar hafa verið fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis.
*Sjómannasamband Íslands fer þess á leit að frumvarpið verði nú þegar dregið til baka.
*Farmanna- og fiskimannasambandið og Félag skipstjórnarmanna, lýsa yfir vonbrigðum með frumvarpið og skora á ráðherra að draga það til baka.
*Félag vélstjóra og málmtæknimanna fer þess einnig á leit að frumvarpið verði dregið til baka.
*Samtök fiskvinnslustöðva leggja mjög ríka áherslu á að frumvarpið í heild verði lagt til hliðar.
*Alþýðusamband Íslands segir í sinni umsögn að hætt sé við að ýmsar þær breytingar sem frumvarpið boði setji vinnu endurskoðunarnefndar í uppnám.
*Landssamband íslenskra útvegsmanna vill láta vísa hinu umdeilda skötuselsákvæði heim til föðurhúsanna.
*Samtök atvinnulífsins telja að umrætt frumvarp gangi þvert á fyrirheit ríkisstjórnarinnar í tengslum við hinn umrædda stöðugleikasáttmála.
*Landssamband smábátaeigenda hefur nú ályktað í stjórn sinni um að „skötuselsákvæðið“ í frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða verði dregið til baka. Þess í stað teljist skötuselur sem meðafli við grásleppuveiðar ekki til króka- né aflamarks.
*Og loks er þess að geta að Hafrannsóknastofnunin telur að áform frumvarpsins leiði til þess að skötuselsstofninn muni minnka hratt.
Að kjósa ófrið þó að friður sé í boði?
Viljinn innan sjávarútvegsins fer ekkert á milli mála. Ekki heldur vilji aðila vinnumarkaðarins. Greinarhöfundar ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, fulltrúa Framsóknarflokksins í sjávarútvegs og landbúnaðarnefnd, lagði til að málinu yrði vísað frá. Við lögðum líka til, eins og Landssamband smábátaeigenda, að opnuð yrði leið til þess að skötuselurinn gæti talist til meðafla, til þess að koma til móts við þann vanda sem vissulega hefur skapast vegna meiri útbreiðslu þessarar fisktegundar. Því miður kaus stjórnarmeirihlutinn á Alþingi að fella það.
Nú er málið hins vegar komið inn í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. Hún hefur nú forræði á málinu. Þar munum við sem fyrr freista þess að menn hætti við þessa ólánsvegferð sem stjórnarmeirihlutinn er á. Því verður ekki trúað fyrr en tekið verður á að ekki sé vilji til þess að leysa málin í sátt. Það hlýtur að teljast óhugsandi að stjórnarmeirihlutinn kjósi ófrið þó að friður sé í boði í svona miklu hagsmunamáli sjávarútvegsins og íslensku þjóðarinnar.
Höfundar eru alþingismenn og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.
Því verður ekki að óreyndu trúað að stjórnarmeirihlutinn virði þessa víðtæku ósk að vettugi. Það væru kaldar kveðjur til heildarsamtaka launafólks á almennum markaði, sjómanna, fiskverkenda og útgerðarmanna stærri og smærri báta. Slíkt skeytingarleysi væri líka í hróplegri mótsögn við yfirlýstan vilja ríkisstjórnarinnar að leita leiða til að ná sátt um löggjöfina um fiskveiðistjórnun. Hin ofangreindu samtök telja það einmitt lið í slíkri sáttargjörð að frumvarpið umrædda verði ekki afgreitt.
Rifjum aðeins upp forsöguna.
Sáttin boðuð
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setti á laggirnar nefnd til þess að vinna að endurskoðun á fiskveiðistjórnarlögunum með sátt að leiðarljósi. Var nefndin skipuð með bréfi 1. júlí sl. Ráðherrann innsiglaði þennan vilja sinn á aðalfundi LÍÚ hinn 29. október sl. með þessum orðum: „Ég vil tiltaka hér sérstaklega að ég hef fyrir löngu ákveðið að gefa vinnuhópnum það svigrúm sem hann þarf. Með þessu á ég við að hann mun fá frið til verka sinna án sérstakrar íhlutunar af minni hálfu. Ég tel mikilvægt að aðrir sem hér eiga hlut að máli haldi þessa sömu stefnu í heiðri.“
Því miður reyndist ekki innistæða fyrir þessari yfirlýsingu. Því hálfum mánuði síðar varpaði ráðherrann sprengju inn í umræðuna og vinnu endurskoðunarnefndarinnar með umræddu frumvarpi sem meðal annars felur í sér ákaflega umdeild ákvæði sem margir hafa talið fyrsta skref til fyrningar aflaheimilda.
Því verður ekki trúað að ráðherrann hafi vitandi vits lagt stein í götu þess verks sem hann kallaði hagsmunasamtök og stjórnmálaflokka til; að endurskoða fiskveiðilöggjöfina með sátt í huga. Fremur verður þetta að teljast yfirsjón og athugunarleysi ráðherrans, þegar hann lagði frumvarpið fram.
Nú er hins vegar öldin orðin önnur. Nú liggur fyrir að frumvarp ráðherrans er að valda skaða og býr til fullkomið ósætti við sjávarútveginn og heildarsamtök launþega og atvinnulífs. Ráðherrann einn og ríkisstjórnarmeirihlutinn á Alþingi geta hins vegar lægt öldurnar með því að bregðast jákvætt við hinni almennu ósk um að frumvarpið verði ekki afgreitt.
Breið samstaða gegn frumvarpinu
Skoðum aðeins umsagnir tilvitnaðra hagsmunasamtaka, sem lagðar hafa verið fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis.
*Sjómannasamband Íslands fer þess á leit að frumvarpið verði nú þegar dregið til baka.
*Farmanna- og fiskimannasambandið og Félag skipstjórnarmanna, lýsa yfir vonbrigðum með frumvarpið og skora á ráðherra að draga það til baka.
*Félag vélstjóra og málmtæknimanna fer þess einnig á leit að frumvarpið verði dregið til baka.
*Samtök fiskvinnslustöðva leggja mjög ríka áherslu á að frumvarpið í heild verði lagt til hliðar.
*Alþýðusamband Íslands segir í sinni umsögn að hætt sé við að ýmsar þær breytingar sem frumvarpið boði setji vinnu endurskoðunarnefndar í uppnám.
*Landssamband íslenskra útvegsmanna vill láta vísa hinu umdeilda skötuselsákvæði heim til föðurhúsanna.
*Samtök atvinnulífsins telja að umrætt frumvarp gangi þvert á fyrirheit ríkisstjórnarinnar í tengslum við hinn umrædda stöðugleikasáttmála.
*Landssamband smábátaeigenda hefur nú ályktað í stjórn sinni um að „skötuselsákvæðið“ í frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða verði dregið til baka. Þess í stað teljist skötuselur sem meðafli við grásleppuveiðar ekki til króka- né aflamarks.
*Og loks er þess að geta að Hafrannsóknastofnunin telur að áform frumvarpsins leiði til þess að skötuselsstofninn muni minnka hratt.
Að kjósa ófrið þó að friður sé í boði?
Viljinn innan sjávarútvegsins fer ekkert á milli mála. Ekki heldur vilji aðila vinnumarkaðarins. Greinarhöfundar ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, fulltrúa Framsóknarflokksins í sjávarútvegs og landbúnaðarnefnd, lagði til að málinu yrði vísað frá. Við lögðum líka til, eins og Landssamband smábátaeigenda, að opnuð yrði leið til þess að skötuselurinn gæti talist til meðafla, til þess að koma til móts við þann vanda sem vissulega hefur skapast vegna meiri útbreiðslu þessarar fisktegundar. Því miður kaus stjórnarmeirihlutinn á Alþingi að fella það.
Nú er málið hins vegar komið inn í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. Hún hefur nú forræði á málinu. Þar munum við sem fyrr freista þess að menn hætti við þessa ólánsvegferð sem stjórnarmeirihlutinn er á. Því verður ekki trúað fyrr en tekið verður á að ekki sé vilji til þess að leysa málin í sátt. Það hlýtur að teljast óhugsandi að stjórnarmeirihlutinn kjósi ófrið þó að friður sé í boði í svona miklu hagsmunamáli sjávarútvegsins og íslensku þjóðarinnar.
Höfundar eru alþingismenn og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.
Athugasemdir