Aftur orð í belg !

Aftur orð í belg ! Mér finnst það skrítinn hugsanagangur, raunar hálfgerður tvískinnungur.

Fréttir

Aftur orð í belg !

Steingrímur Kristinsson
Steingrímur Kristinsson

Mér finnst það skrítinn hugsanagangur, raunar hálfgerður tvískinnungur.


Stjórnarliðar, og fleiri eru nú annað
hvort hliðhollir og eða berjast að manni finnst ákaft fyrir því að breyta kosningalögunum á þann veg að kjósandinn geti raðað sætum á kjörseðlinum við komandi kosningar. Gott og vel, en hvað ætlar til dæmis Samfylkingin í Norðurlandskjördæmi eystra að gera ef það verður niðurstaðan.
Ætlar “uppstillinganefnd” Samfylkingar að breyta óskum kjósenda, vilji svo til að fyrstu þrír frambjóðendurnir sem fólkið kýs, verði af sama kyni ? 

Ég spyr af forvitni, þar sem ég var alvarlega að hugsa um að kjósa vin minn Ragga Thór í þriðja sætið á lista Samfylkingarinnar við komandi kosningar, en þar sem hann hætti við framboð sitt vegna barnalegra reglna sem samþykktar voru á síðast”flokksþingi” Samfylkingarnar, þá er útilokað að ég geti gefið vini mínum atkvæði mitt að þessu sinni.

Er það virkilega stefna hinnar svokölluðu jafnréttisbaráttu að valið verði í embætti, stjórnir og annað eftir því hvort viðkomandi er með eitt gat eða tvö á neðri endanum?
Þar verði ekki horft til þeirra “hæfustu” eða óskir kjósenda þegar að vali til embætta kemur.

Er ef til vill óskastaða þessara “jafnréttisfrömuða” sú að ekki megi birta vinsældarlista dægurlaga, kvikmynda og stjórnmálamanna svo eitthvað sé nefnt, nema að annaðhvort sæti verði skipað konu eða karli.
Næst verður sennilega að kjósa tvo forseta til að gæta jafnræðis.

Til að  spurningar þær sem hér eru varpað fram valdi ekki misskilningi, þá vil ég taka það skýrt fram ég er síður en svo nein karlremba, ég met margar konur mikils sem þjónað hafa opinberum embættum hvar í flokki sem þær standa, ekki endilega vegna þess að þær eru konur, heldur vegna dugnaðar þeirra og atorku sem kom þeim til þeirra starfa sem þær kusu sjálfar. Þeim var ekki rétt starfið upp í hendurnar af því að þær voru konur, heldur vegna eigin persónuleika og framtaksemi. Þeim var ekki fyrirfram komið á framfæri eftir einhverjum barnalegum reglum.

Steingrímur Kristinsson

Athugasemdir

18.apríl 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst