Atvinnumálin í forgang
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Birki_Jon/atvinnumalin-i-forgang- | Greinar | 12.05.2011 | 18:08 | Robert | Lestrar 393 | Athugasemdir ( )
Tækifærin til þess að fjölga störfum og efla íslenskt atvinnulíf eru
fjölmörg á Íslandi í dag. Hins vegar gerast hlutirnir ekki að sjálfu sér
– það verður að ráðast í markvissar aðgerðir til þess að svo verði. Í
raun er svo mikilvægt að í slíkt átak verði ráðist ella eigum við það á
hættu að efnahagslægðin verði enn dýpri en hún er með tilheyrandi
breytingum á því velferðarsamfélagi sem við viljum byggja.
Eftir
öfluga málefnavinnu innan Framsóknarflokksins um íslenskt atvinnulíf,
sem var samþykkt var á síðasta flokksþingi, er ljóst að tækifærin eru
fjölmörg. Í þeirri vinnu var haft víðtækt samráð og viðtöl við aðila
innan atvinnulífsins. Á grundvelli þessarar vinnu verður lögð fram
þingsályktunartillaga á Alþingi í næstu viku um markvissar aðgerðir til
þess að fjölga störfum í íslensku samfélagi. Vonandi verður þessum
hugmyndum Framsóknar tekið með opnum huga og jákvæðni af hálfu
stjórnvalda. Reynslan hefur því miður verið önnur t.d. um leiðréttingu á
lánum heimila og fyrirtækja, fjölmörgum tillögum í efnahagsmálum eða í
Icesave málinu.
Á næstu vikum munu þingmenn
Framsóknarflokksins mæla fyrir tillögum í atvinnumálum. 15.000
Íslendingar eru án atvinnu, þúsundir hafa flutt af landi brott og
kaupmáttur almennings hefur lækkað. Þessari þróun verður að snúa við.
Athugasemdir