Ég og Jón póstur

Ég og Jón póstur Dr. Sigurður Ó Blöndal er flestum siglfirðingum vel kunnugur. Sigurður starfar nú sem skurðlæknir á Landsspítala háskólasjúkrahúsi.

Fréttir

Ég og Jón póstur

Sigurður Ó Blöndal
Sigurður Ó Blöndal

Dr. Sigurður Ó Blöndal er flestum siglfirðingum vel kunnugur. Sigurður starfar nú sem skurðlæknir á Landsspítala háskólasjúkrahúsi.

 

 

Fyrsta starf mitt með hnífinn var þegar ég á unglingsárum starfaði við fiskflatningu hjá Palla Gísla. Palli var með litla saltfiskverkun í suðurenda Bátastöðvarinnar, einu af húsunum sem Rauðka ehf er að lagfæra í dag fyrir ferðamanna verkefni sitt. 

Það var einvala lið sem vann þarna hjá Palla. Má þar t.d. nefna vin minn Gunnar Aðalbjörnsson sem enn starfar í fiskibransanum. Þá voru þarna ógleymanlegir menn eins og  Ægir Jóakimsson, Björn Björnsson og Jón Gíslason sem síðar varð póstur á Siglufirði.

Jón póstur var afburða greindur og vel lesinn maður. Hlustaði helst á alla fréttatíma og var alæta á fróðleik.  Ég held að hann hafi komist yfir að lesa allflestar bækurnar á Bókasafni Siglufjarðar.  Jón gat verið nokkuð viðskota illur ef ekki var rétt að honum farið.  Jóni þótti gott að fá sér neðan í en þá varð hann mjög kátur og glettinn og átti þá til að kasta fram stöku. 
Við Gunni áttum það til að hækka vel í útvarpinu þegar öflugar rokk hljómsveitir voru að spila. Þetta gat farið illa í taugarnar á Jóni. Lagði hann þá frá sér flatningshnífinn og slökkti á útvarpinu.  Við Gunni vorum ekki lengi að finna svar við þessu.  Í hvert sinn sinn sem fréttir eða veðurfréttir byrjuðu í útvarpinu stóð annar hvor okkar Gunna upp og slökkti á útvarpinu. Uppúr þessu spratt gagnkvæm virðing milli okkar Jóns sem síðar varð að ævilangri vináttu.

Eitt sinn lá Jón veikur og komst ekki í bókasafnið til að ná sér í bók.  Jón hringdi því niður í bókasafn eftir aðstoð. Á þeim árum var faðir minn Óli J Blöndal bókavörður.  Þegar hann tók upp símann kom frá Jóni  þessi vísa.

Það er ansi af mér dregið
ég ætti að vera á hælinu
Ég hef aldrei áður legið
ófullur í bælinu

 

 

 


 


 

 


Athugasemdir

05.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst