Ég sakna vinar míns Óla Thor
sksiglo.is | Greinar | 22.03.2009 | 15:30 | Robert | Lestrar 1500 | Athugasemdir ( )
Þeir eru margir íslendingarnir sem farið hafa í sólarlandaferð til Kanaríeyja. Þar koma menn til að njóta veðurblíðunnar og gera vel við sig í mat og drykk. Fæstir leiða hugann að þeim fiskiskipa flota sem gerður er út frá eyjunum. Öflug frystikip eru gerð út þaðan til veiða við Marocco og Mauritaníu. Aflinn er aðallega Hrossamakríll og Sardína.
Nokkur íslensk fyrirtæki eru í útgerð frá eyjunum. Áhafnir skipanna koma víða að. Ýmist frá austur Evrópu eða Asíu en yfirmenn flestir íslenskir. Siglfirðingar eiga sína fulltrúa á svæðinu. Þrír skipstjórar sem eru frá Siglufirði eða hafa verið á Siglufirði stýra nú stórum skipum á þessu hafsvæði. Árni Þórðarson, Sævar Guðjónsson og Hinrik Hringsson, allt skipstórar sem Siglfirðingar geta verið stoltir af.
Árni Þórðarson var farsæll skipstjóri við Íslandsstrendur til margra ára. Fyrir um þremur árum ákvað hann að kanna ný mið. Á viðskiptaferðalagi á Kanaríeyjum rakst ég á Árna og átti með honum skemmtilega stund. Þegar ég varð fimmtugur þá sá ég að ég yrði að hrökkva eða stökkva sagði Árni. Annað hvort að eldast í starfi sem skipstjóri við íslandsstrendur eða breyta til. Þegar mér bauðst starf sem skipstjóri á suðrænum slóðum þá þurfti ég ekki langan tíma til að ákveða mig. Fjölskyldan var líka spennt fyrir þessari hugmynd. Við fluttum því öll í góða veðrið á Kanarí.
Fyrirkomulagið er þannig að ég er tvo mánuði á sjó og síðan tvo mánuði í landi. Þetta hentar mér mjög vel . Ég hef oft verið spurður hvort ekki sé erfitt að vera í svona löngum túrum. Mitt svar er einfalt sagði Árni. Hér eru ekki neinar vestfjarða brælur á veturna, stöðugt veðurfar og stórt skip gera sjómennskuna miklu auðveldari. Þetta er einhver skemmtilegasti veiðiskapur sem ég hef stundað. Að vera tvo mánuði á sjó á 130 metra löngu skipi er ekki mikið mál.
Að sjálfsögðu sakna ég margra hluta frá Íslandi en hér á Kanaríeyjum sakna ég vinar míns Óla Thor sem bjó hér til fjölda ára. Stórkostlegur einstaklingur Óli Thor. Ég hitti hann oft hér á Kanarí og fékk sögur frá því í gamla daga á Siglufirði. Óli flutti heim til Siglufjarðar á síðasta ári og dvelur nú í góðu yfirlæti á Skálarhlíð.
Ég vonast til að enda minn skipstjóraferil hér í góða veðrinu. Það verður þó ekki alveg á næstunni því heilsan er svo góð og áhuginn mikill. Meðan ég hlakka til að fara út á sjó þá er engin ástæða til að hætta. Með þessum orðum var Árni kvaddur. Hann sat þá í hádegisverði með hópi íslendinga sem sest hafa að á Kanarí.

Undirritaður og Árni Þórðarson við höfnina í Las Palmas á Kanaríeyjum.

Árni Þórðar í góðum félagsskap meðal íslenskra “nýbúa“ á Kanaríeyjum.
Nokkur íslensk fyrirtæki eru í útgerð frá eyjunum. Áhafnir skipanna koma víða að. Ýmist frá austur Evrópu eða Asíu en yfirmenn flestir íslenskir. Siglfirðingar eiga sína fulltrúa á svæðinu. Þrír skipstjórar sem eru frá Siglufirði eða hafa verið á Siglufirði stýra nú stórum skipum á þessu hafsvæði. Árni Þórðarson, Sævar Guðjónsson og Hinrik Hringsson, allt skipstórar sem Siglfirðingar geta verið stoltir af.
Árni Þórðarson var farsæll skipstjóri við Íslandsstrendur til margra ára. Fyrir um þremur árum ákvað hann að kanna ný mið. Á viðskiptaferðalagi á Kanaríeyjum rakst ég á Árna og átti með honum skemmtilega stund. Þegar ég varð fimmtugur þá sá ég að ég yrði að hrökkva eða stökkva sagði Árni. Annað hvort að eldast í starfi sem skipstjóri við íslandsstrendur eða breyta til. Þegar mér bauðst starf sem skipstjóri á suðrænum slóðum þá þurfti ég ekki langan tíma til að ákveða mig. Fjölskyldan var líka spennt fyrir þessari hugmynd. Við fluttum því öll í góða veðrið á Kanarí.
Fyrirkomulagið er þannig að ég er tvo mánuði á sjó og síðan tvo mánuði í landi. Þetta hentar mér mjög vel . Ég hef oft verið spurður hvort ekki sé erfitt að vera í svona löngum túrum. Mitt svar er einfalt sagði Árni. Hér eru ekki neinar vestfjarða brælur á veturna, stöðugt veðurfar og stórt skip gera sjómennskuna miklu auðveldari. Þetta er einhver skemmtilegasti veiðiskapur sem ég hef stundað. Að vera tvo mánuði á sjó á 130 metra löngu skipi er ekki mikið mál.
Að sjálfsögðu sakna ég margra hluta frá Íslandi en hér á Kanaríeyjum sakna ég vinar míns Óla Thor sem bjó hér til fjölda ára. Stórkostlegur einstaklingur Óli Thor. Ég hitti hann oft hér á Kanarí og fékk sögur frá því í gamla daga á Siglufirði. Óli flutti heim til Siglufjarðar á síðasta ári og dvelur nú í góðu yfirlæti á Skálarhlíð.
Ég vonast til að enda minn skipstjóraferil hér í góða veðrinu. Það verður þó ekki alveg á næstunni því heilsan er svo góð og áhuginn mikill. Meðan ég hlakka til að fara út á sjó þá er engin ástæða til að hætta. Með þessum orðum var Árni kvaddur. Hann sat þá í hádegisverði með hópi íslendinga sem sest hafa að á Kanarí.

Undirritaður og Árni Þórðarson við höfnina í Las Palmas á Kanaríeyjum.

Árni Þórðar í góðum félagsskap meðal íslenskra “nýbúa“ á Kanaríeyjum.
Athugasemdir