Erfðaprins í þjálfun
sksiglo.is | Greinar | 27.11.2008 | 17:15 | | Lestrar 875 | Athugasemdir ( )
Tilefni þessara skrifa minna eru skrif Björns Vals Gíslason á heimasíðu sinni þann 24. nóvember, en Sksiglo birti núverið tengill þar
sem hægt var að nálgast skrif hans um það sem hann telur vera meint svik Samfylkingarinnar við þjóðina.
Í greininni átelur hann Samfylkinguna fyrir að hafa „lagst undir íhaldið“ svo notað sé orðaval höfundarins sjálfs. Þessari grein Björns Vals verður seint lýst sem málefnalegu innleggi í þá umræðu, sem nú á sér stað í samfélaginu. Það var svo sem ekki við öðru að búast af erfðaprinsi Vinstri grænna í Norðaustur kjördæmi, sem nýverið flutti til Akureyrar til að falla betur inn í hlutverk sitt sem arftaki leiðtogans. Einkennandi er fyrir greinina hversu mörgum áleitnum spurningum höfundur varpar fram, spurningum sem fyllilega eiga rétt á sér í því mikla ölduróti sem nú gengur yfir samfélagið. Hann forðast það hins vegar af fremasta megni að svara þeim á málefnalegan og gagnsæjan hátt. Það mun reyndar vera eitthvert elsta „trixið“ í bókinni að varpa fram órökstuddum, hálfkveðnum fullyrðingum í formi spurninga án þess þó að gera tilraun til að svara þeim. Þessari grein er ætlað að svara þessum spurningum og þar með varpa ljósi á meintan undirlægju hátt Samfylkingarinnar.
Í fyrsta lagi þá tek ég heilshugar undir á fullyrðingu Björns að þær ófarir sem við þjóðin gengur nú í gegnum skrifast að stræstum hluta á Sjálfstæðisflokksins (án þess þó að ég vilji gera lítið úr hlutverki Framsóknarflokksins sáluga). Þar með er ekki sagt að Samfylkingin beri enga ábyrgð. Hennar ábyrgð lítur e.t.v. fyrst og fremst að því að hafa ekki náð öllum sínum stefnumálum fram við gerð stjórnarsáttmálans, þar eð hún hafði margsinnis á undangegnum árum bent á nauðsyn þess að Ísland byggði upp varnir gegn hugsanlegum fjármálaóstöðugleika. Samfylkingin hafði einnig margsinnis bent á að óstöðugleiki á fjármagnsmörkuðum gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir land og þjóð með svo hlutfallslega stórt bankakerfi. Með þessu er ekki verið að segja að flokkurinn hafi séð núverandi ástand fyrir eða verið sá eini sem benti áhættuna sem hlytist af því að vera með örmynt og mjög stórt bankakerfi. Það sem hins vegar greindi Samfylkinguna frá öðrum flokkum var að hún bauð upp á lausn sem fólst í því að ganga í Evrópusambandið og leita þar með skjóls þar. Vinstri-grænir hins vegar hafa aldrei boðið upp á raunhæfar lausnir, aðeins gagnrýni.
Afhverju „lagðist“ Samfylkingin undir íhaldið? Svarið veit Björn Valur sjálfur. Vinstri-grænir, líkt og þeim einum var lagið, komu í veg fyrir alla aðra möguleika í stöðunni. Ég er vissulega sammála Birni um það að Samfylkingin og Vg séu náttúrulegir bandamenn, þ.e.a.s. að hugsjónirnar séu keimlíkar og í grunninn þær sömu. Það er þó tvennt sem aðgreinir flokkanna og gerir Samfylkinguna að meiri félagshyggjuflokki en Vg. Fyrst ber að nefna Evrópumálin. Allir jafnaðarmannaflokkar álfunnar hafa heilshugar stutt Evrópuverkefnið mikla með það að leiðarljósi að skapa íbúum álfunnar betri lífsskilyrði og tækifæri. Vinstri-grænir eru að sjálfsögðu á móti því enda byggist afstaða þeirra til sambandsins meira á kreddufullum og úreltum sérhagsmuna- og þjóðernisdylgjum LÍÚ og Heimsýnar, þ.e. að allir vilji sölsa undir sig auðlindir okkar og að Íslendingar séu svo sérstakir að þeir hafi ekkert inn í sambandið að gera. Íslendingar þurfa ekki að gera sér þær grillur að ragnarrakaspár þessara hópa séu að fara að rætast.
Annað ágreiningsefni flokkanna lýtur að sjávarútvegsmálum. Vinstri-grænir hafa aldrei viljað hrófla við kvótakerfinu enda beinlínis einarðir stuðningsmenn þess kerfis sem prófessor Þorvaldur kallaði upphaf sukksins. Þeir hafa aldrei mátt heyra á það minnst að hrófla við kerfinu, það kemur svo sem ekki á óvart og fullkomlega í ætt við afturhaldsstefnu flokksins. Það má bókstaflega ekkert gera, nema þá að sjálfsögðu að hægt sé að rekja uppruna hugmyndanna til framheilans á Steingrími Joð. Björn, eins róttækur og hann þykist vera, lætur allavega hjá líða að gagnrýna útgerðarmenn í skrifum sínum og játar gagnrýnislaust, líkt og aðrir flokksmenn Vg, öllu því sem leiðtoginn segir. Lýðræðið er nú ekki meira en það á þeim bænum.
Í Sjálfstæðisflokknum er mikið af góðu fólki, sem hefur sviðið mjög hvernig Davíð Oddsson og valdaklíka hans hefur farið með flokkinn. Þarna er e.t.v. kominn þriðja ástæðan fyrir því hvers vegna Samfylkingin leggst ekki undir alræðisvald Vinstri grænna. Fúskarinn í Svörtuloftum á sér engan ötulli stuðningsmann en einmitt Steingrím Joð. Saman hafa þeir gengið í vanheilagt bandalag um að viðhalda öllu því sem hrjáir íslenskt samfélag. Það á að viðhalda krónunni og þar með verðtryggingunni, viðhalda óstjórninni í seðlabankanum, viðhalda einangrunarstefnunni og síðast en ekki síst viðhalda kvótakerfinu. Allar framsæknar tilraunir til að koma þjóðinni út úr þeim ógöngum, sem hún hefur ratað í eru ekki virtar viðlits. Þjóðin getur bara étið það sem úti frýs, étið ýsu og kartöflur í öll mál, hugsanleg keypt dýrustu landbúnaðarvörur álfunnar endrum og sinnum og því sem næst lifað í sjálfsþurft. Vilji menn kynnast framtíðarsýn Vinstri grænna er nóg að fletta upp í bók nóbelsskáldsins um Bjart í Sumarhúsum.
Þetta eru aðeins nokkrar ástæður þess að Samfylkingin leggst ekki undir óstjórn Vinstri grænna. Flokkar sem á tímum óstöðugleika hvetja til ofbeldis gegn stofnunum samfélagins eiga ekkert erindi með að vera gagnrýna þá sem þó eru að reyna að bjarga því sem ný-frjálshyggjan hefur rústað. Ef mannkynssagan hefur kennt okkur eitthvað þá er það að varast ber slíka flokka.
Höfundur. Guðjón. M. Ólafsson
Í greininni átelur hann Samfylkinguna fyrir að hafa „lagst undir íhaldið“ svo notað sé orðaval höfundarins sjálfs. Þessari grein Björns Vals verður seint lýst sem málefnalegu innleggi í þá umræðu, sem nú á sér stað í samfélaginu. Það var svo sem ekki við öðru að búast af erfðaprinsi Vinstri grænna í Norðaustur kjördæmi, sem nýverið flutti til Akureyrar til að falla betur inn í hlutverk sitt sem arftaki leiðtogans. Einkennandi er fyrir greinina hversu mörgum áleitnum spurningum höfundur varpar fram, spurningum sem fyllilega eiga rétt á sér í því mikla ölduróti sem nú gengur yfir samfélagið. Hann forðast það hins vegar af fremasta megni að svara þeim á málefnalegan og gagnsæjan hátt. Það mun reyndar vera eitthvert elsta „trixið“ í bókinni að varpa fram órökstuddum, hálfkveðnum fullyrðingum í formi spurninga án þess þó að gera tilraun til að svara þeim. Þessari grein er ætlað að svara þessum spurningum og þar með varpa ljósi á meintan undirlægju hátt Samfylkingarinnar.
Í fyrsta lagi þá tek ég heilshugar undir á fullyrðingu Björns að þær ófarir sem við þjóðin gengur nú í gegnum skrifast að stræstum hluta á Sjálfstæðisflokksins (án þess þó að ég vilji gera lítið úr hlutverki Framsóknarflokksins sáluga). Þar með er ekki sagt að Samfylkingin beri enga ábyrgð. Hennar ábyrgð lítur e.t.v. fyrst og fremst að því að hafa ekki náð öllum sínum stefnumálum fram við gerð stjórnarsáttmálans, þar eð hún hafði margsinnis á undangegnum árum bent á nauðsyn þess að Ísland byggði upp varnir gegn hugsanlegum fjármálaóstöðugleika. Samfylkingin hafði einnig margsinnis bent á að óstöðugleiki á fjármagnsmörkuðum gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir land og þjóð með svo hlutfallslega stórt bankakerfi. Með þessu er ekki verið að segja að flokkurinn hafi séð núverandi ástand fyrir eða verið sá eini sem benti áhættuna sem hlytist af því að vera með örmynt og mjög stórt bankakerfi. Það sem hins vegar greindi Samfylkinguna frá öðrum flokkum var að hún bauð upp á lausn sem fólst í því að ganga í Evrópusambandið og leita þar með skjóls þar. Vinstri-grænir hins vegar hafa aldrei boðið upp á raunhæfar lausnir, aðeins gagnrýni.
Afhverju „lagðist“ Samfylkingin undir íhaldið? Svarið veit Björn Valur sjálfur. Vinstri-grænir, líkt og þeim einum var lagið, komu í veg fyrir alla aðra möguleika í stöðunni. Ég er vissulega sammála Birni um það að Samfylkingin og Vg séu náttúrulegir bandamenn, þ.e.a.s. að hugsjónirnar séu keimlíkar og í grunninn þær sömu. Það er þó tvennt sem aðgreinir flokkanna og gerir Samfylkinguna að meiri félagshyggjuflokki en Vg. Fyrst ber að nefna Evrópumálin. Allir jafnaðarmannaflokkar álfunnar hafa heilshugar stutt Evrópuverkefnið mikla með það að leiðarljósi að skapa íbúum álfunnar betri lífsskilyrði og tækifæri. Vinstri-grænir eru að sjálfsögðu á móti því enda byggist afstaða þeirra til sambandsins meira á kreddufullum og úreltum sérhagsmuna- og þjóðernisdylgjum LÍÚ og Heimsýnar, þ.e. að allir vilji sölsa undir sig auðlindir okkar og að Íslendingar séu svo sérstakir að þeir hafi ekkert inn í sambandið að gera. Íslendingar þurfa ekki að gera sér þær grillur að ragnarrakaspár þessara hópa séu að fara að rætast.
Annað ágreiningsefni flokkanna lýtur að sjávarútvegsmálum. Vinstri-grænir hafa aldrei viljað hrófla við kvótakerfinu enda beinlínis einarðir stuðningsmenn þess kerfis sem prófessor Þorvaldur kallaði upphaf sukksins. Þeir hafa aldrei mátt heyra á það minnst að hrófla við kerfinu, það kemur svo sem ekki á óvart og fullkomlega í ætt við afturhaldsstefnu flokksins. Það má bókstaflega ekkert gera, nema þá að sjálfsögðu að hægt sé að rekja uppruna hugmyndanna til framheilans á Steingrími Joð. Björn, eins róttækur og hann þykist vera, lætur allavega hjá líða að gagnrýna útgerðarmenn í skrifum sínum og játar gagnrýnislaust, líkt og aðrir flokksmenn Vg, öllu því sem leiðtoginn segir. Lýðræðið er nú ekki meira en það á þeim bænum.
Í Sjálfstæðisflokknum er mikið af góðu fólki, sem hefur sviðið mjög hvernig Davíð Oddsson og valdaklíka hans hefur farið með flokkinn. Þarna er e.t.v. kominn þriðja ástæðan fyrir því hvers vegna Samfylkingin leggst ekki undir alræðisvald Vinstri grænna. Fúskarinn í Svörtuloftum á sér engan ötulli stuðningsmann en einmitt Steingrím Joð. Saman hafa þeir gengið í vanheilagt bandalag um að viðhalda öllu því sem hrjáir íslenskt samfélag. Það á að viðhalda krónunni og þar með verðtryggingunni, viðhalda óstjórninni í seðlabankanum, viðhalda einangrunarstefnunni og síðast en ekki síst viðhalda kvótakerfinu. Allar framsæknar tilraunir til að koma þjóðinni út úr þeim ógöngum, sem hún hefur ratað í eru ekki virtar viðlits. Þjóðin getur bara étið það sem úti frýs, étið ýsu og kartöflur í öll mál, hugsanleg keypt dýrustu landbúnaðarvörur álfunnar endrum og sinnum og því sem næst lifað í sjálfsþurft. Vilji menn kynnast framtíðarsýn Vinstri grænna er nóg að fletta upp í bók nóbelsskáldsins um Bjart í Sumarhúsum.
Þetta eru aðeins nokkrar ástæður þess að Samfylkingin leggst ekki undir óstjórn Vinstri grænna. Flokkar sem á tímum óstöðugleika hvetja til ofbeldis gegn stofnunum samfélagins eiga ekkert erindi með að vera gagnrýna þá sem þó eru að reyna að bjarga því sem ný-frjálshyggjan hefur rústað. Ef mannkynssagan hefur kennt okkur eitthvað þá er það að varast ber slíka flokka.
Höfundur. Guðjón. M. Ólafsson
Athugasemdir