ESB: Spánn, þjóð meðal ESB-þjóða í örvæntingu

ESB: Spánn, þjóð meðal ESB-þjóða í örvæntingu Spánn sem gekk í Evrópusambandið árið 1986 er nú á barmi örvæntingar og hugsanlegs þjóðargjaldþrots.

Fréttir

ESB: Spánn, þjóð meðal ESB-þjóða í örvæntingu

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson
Spánn sem gekk í Evrópusambandið árið 1986 er nú á barmi örvæntingar og hugsanlegs þjóðargjaldþrots. Aldarfjórðungur í Evrópusambandinu hefur skilað Spáni á endastöð þjóðanna; á kaf í evrusvaðið.
 Á árunum frá 2002-2008 eyðilagði seðlabanki Evrópusambandsins efnahag Spánar með því að stilla raunstýrivexti landsins á neikvætt gildi. Slík efnahags- og peningastefna leggur þjóðarhag ríkja í rústir. Börn vita það. 

Á Spáni var atvinnuleysi 19,7 prósent í apríl. Atvinnuleysi hjá ungu fólki undir 25 ára aldri var á sama tímabili heil 40,3 prósent. Ungt fólk á því afar svarta framtíð fyrir sér í þessu Evrópusambandslandi. Flest þessara ungmenna myndu eflaust kjósa að flytja til Íslands ef þau mættu það og ættu peninga fyrir farmiðanum.   

Konur á Spáni vilja ekki fæða börn inn í það sem eftir er af þjóðríki Spánar í Evrópusambandinu. Frjósemishlutfall innfæddra kvenna er aðeins 1,33 fætt barn á æfi hverrar konu. Þetta er stórslys fyrir Spán og mun leggja landið að velli á næstu 50-150 árum. Svona hefur þetta verið allar götur frá því að landið gekk í Evrópusambandið árið 1986.

Eftir 24 ár í Evrópusambandinu vill enginn fæða börn á Spáni. En það vill heldur enginn lána Spánverjum peninga. Fjármálakerfi landsins hefur nú verið sparkað út úr samfélagi alþjóðabanka og útaf millibankamarkaði þeirra. Mynt Spánar er evra og er hún líklega um 50-70% of hátt metin fyrir spænskt atvinnulíf. Þess vegna eru allir atvinnulausir á Spáni. Of fáir vilja kaupa af þeim of dýrar vörur í of dýrum evrum. Spánn er full stopp. Börn vita að svona fer þegar gjaldmiðillinn er þjóðinni ónytjungur. 

Spánn getur ekki losnað úr þessu fangelsi þjóðarinnar. Engin leið er til önnur fyrir Spán en sú að drepast sem þjóð meðal þjóða í kirkjugarði ríkisstjórna í Evrópu þ.e. í evrukirkjugarðinum. 

Spánn var einu sinni land og þjóð. Nú er landið bara hluti af evrusvaðinu.
Hvenær skyldi Þýskaland yfirgefa sökkvandi skipið?
 

 

Athugasemdir

04.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst