Evran skekur efnahag Finnlands. Fyrirtæki flýja landið
Finnska fyrirtækið Stora Enso Oyj, sem er stærsti pappírsframleiðandi í Evrópu, segir að fyrirtækið sé að flytja framleiðslu sína frá Finnlandi til Svíþjóðar til þess að geta notið kosta sænsku krónunnar sem er sjálfstæð fljótandi mynt og fallin gagnvart evru. Stora Enso mun loka tveim verksmiðjum í Finnlandi í ágúst því eftirspurn sé minni og rekstrarkostnaður hár. Gamli gjaldmiðill Finnlands, finnska markið, er ekki lengur til. Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru. Atvinnuleysi í Finnlandi mældist 8,6% í september; Bloomberg
ESB-aðild Finnlands hefur kostað mikið
Finnland ásamt Álandseyjum gekk úr EFTA og í ESB árið 1995. Síðan þá hefur atvinnuleysi í Finnlandi aðeins farið niður fyrir 8% í tvö til þrjú ár af síðustu fjórtán árum. Á þessu tímabili hefur Finnland greitt yfir þrjá miljarða evrur (3066 milljón evrur) í nettógreiðslu til Evrópusambandsins. Þetta er greiðsla Finnlands fyrir ESB aðildina. Finnland hefur þurft að greiða nettógreiðslu til Evrópusambandsins öll árin frá 1995 til dagsins í dag, nema árið 2000.
Seðlabanki Finnlands spáir um 7,2% samdrátt á þessu ári. En bankinn lækkaði hagspá sína fyrir Finnland í þar síðustu viku. Spáir seðlabankinn engum vexti í Finnlandi á næsta ári en 1,6% hagvexti árið 2011: Bank of Finland
Athugasemdir