Fjallabyggð okkar samfélag
sksiglo.is | Greinar | 28.05.2010 | 23:00 | Sigríður María Róbertsdóttir | Lestrar 640 | Athugasemdir ( )
Það er alltaf svo að þegar litið er yfir farinn veg þá finnst manni alltaf að maður hefði getað gert betur, og auðvitað er alltaf hægt að gera betur.
Þegar við í bæjarstjórn tókum við um vorið 2006 í ný sameinuðu sveitarfélagi Fjallabyggð blöstu við gífurleg verkefni sem leysa þurfti og framkvæma. Bæði var það að litlar sem engar framkvæmdir og lítið viðhald var búið að vera í gangi á síðasta kjörtímabili á undan og svo ekki síst sameining Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. En með samstilltu átaki hefur málum verið þokað í rétta átt, þótt ýmsum hafi þótt hægt ganga.
Ég held að núverandi meirihluti geti gengið stoltur frá borði og eftirlátið næstu bæjarstjórn gott bú að taka við. En auðvitað er af nógu að taka í framtíðinni og það þarf að forgangsraða eins og alltaf.
Við kláruðum ekki allt sem þurfti að gera!!
Gatnakerfi Fjallabyggðar hefur tekið stakkaskiptum með gríðarlegu átaki, viðhaldi mannvirkja hefur verið sinnt svo um munar, má þar nefna Sundhöll Siglufjarðar, Ráðhúsið Siglufirði , Grunnskólana og fleira. Byggt við leikskólann Ólafsfirði. Nýtt gámasvæði útbúið á Ólafsfirði og nýtt fyrirkomulag á sorphirðu á eftir að spara okkur umtalsverðan pening. Síðast en ekki síst eru gagngerar endurbætur á sundlaug Ólafsfjarðar ásamt fyrirhugaðri rennibraut sem verður tilbúin í sumar. Allt hið glæsilegasta mannvirki. Það er leitt til þess að heyra að menn hafi horn í síðu þessarar framkvæmdar , en á móti vil ég benda á að sundlaugin er orðin 65 ára og ekki vanþörf á andlitslyftingu. Varðandi það að þessi framkvæmd sé klúður frá upphafi til enda vísa ég því algjörlega á bug. Það varð miskilningur í byrjun varðandi kynningu verkefnisins og svo urðu mistök við hönnun lendingarlaugar. Þessi mál eru nú öll leyst og það er ekki hægt annað en að vera stoltur yfir því að loksins hyllir undir rennibraut í Fjallabyggð með nýjum pottum. Það var kominn tími á þessa framkvæmd þó fyrr hefði verið!!
Egill ég vil benda þér á að H-listinn var með þetta mál á sinni stefnuskrá fyrir síðustu kosningar svo við vorum aðeins að uppfylla gæluverkefni þitt.
Framkvæmdir og viðhald gatna, fasteigna og fleiri þátta skaga hátt í 1000 milljónir á tímabilinu
Engin ný lán hafa verið tekin síðan 2005 og greitt af lánum á 5. hundrað milljóna á kjörtímabilinu. Þrátt fyrir þetta eigum við rúmlega 300 milljónir í sjóðum.
Þetta er árangur sem vert er að huga að í aðdraganda kosninga og sýnir svart á hvítu hversu öflugur meirihlutinn hefur verið á þessu kjörtímabili undir forystu sjálfstæðismanna. Um það þarf enginn að efast, þó svo reynt sé að gera lítið úr árangri okkar með ýmis konar yfirklóri um að hitt og þetta mætti vera betra.
Það virðist gæta svolítils misskilnings og er svolítil hrepparígsumræða milli bæjarkjarna, SEM ÝMSIR ÝTA UNDIR að meira sé gert á öðrum staðnum en hinum. Við í meirihluta bæjarstjórnar höfum eftir bestu samvisku reynt að huga að því sem brýnast er burt séð frá staðsetningu. Ég hef nefnilega heyrt út undan mér að ég hafi þótt heldur frekur til verka Ólafsfjarðar -megin, en það er ekki rétt og tölur um framkvæmdir og viðhald sem ég hef tekið saman bera annað með sér. Það hallar nefnilega ekki á þó svo árið 2010 sé tekið með svo þeir sem halda að allt sé gert öðru megin geta andað léttar.
Við erum nefnilega eitt sveitarfélag Fjallabyggð. Næsta kjörtímabil mun endanlega sameina fólkið sem býr á Ólafsfirði og Siglufirði í eitt samfélag. Það er ég viss um.
Ég verð að segja að mér sárnaði dylgjur Sigurðar Hlöðvessonar í T-listablaðinu um að einhverjir sem voru á móti sameiningu hafi unnið á þessu kjörtímabili á móti því að sameina bæjarkjarnana. Þær eru fráleitar og vart svara verðar. Þær beinast að öllum líkindum gegn greinarhöfundi og vísa ég því heim til föðurhúsanna. Það tekur meira en eitt kjörtímabil að stilla saman strengi mannlífsins, sérstaklega eins og samgöngur hafa verið.
Þrátt fyrir miklar framkvæmdir og viðhald hefur tekist að halda bæjarsjóði á mjög góðu róli. Á vefsíðu Fjallabyggðar má sjá lykiltölur úr ársreiknigi síðasta árs sem sýnir sterka stöðu bæjarsjóðs. Hagræðing við samgöngubæturnar þegar Héðinsfjarðargöng verða tilbúin skilar sér vonandi í töluverðum mæli á næstu árum bæjarfélaginu til heilla. Nú þegar eru hafnar umtalverðar breytingar til hagræðingar í fræðslumálum með sameiningu skólanna, í málefnum þjónustumiðstöðva og í safnamálum. Hér er um viðamikil og erfið mál að ræða sem vonandi spilast vel úr í framtíðinni.
Ég tel að við sem nú göngum úr bæjarstjórn getum borið höfuðið hátt og litið björtum augum til framtíðar.
Ég vil að lokum þakka samstarfsfólki mínu í pólitíkinni á þessu kjörtímabili og bæjarbúum öllum fyrir gott samstarf og vona að þeir sem taka við beri gæfu til þess að halda áfram á sömu braut, að byggja upp traust og gott samfélag í Fjallabyggð.
Ég veit að frambjóðendur D-listans eru verðugir fulltrúar okkar bæjarfélags og hvet kjósendur til þess að styðja þá til góðra verka. Þeir eru traustsins verðir.
Þorsteinn Ásgeirsson
forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar
Þegar við í bæjarstjórn tókum við um vorið 2006 í ný sameinuðu sveitarfélagi Fjallabyggð blöstu við gífurleg verkefni sem leysa þurfti og framkvæma. Bæði var það að litlar sem engar framkvæmdir og lítið viðhald var búið að vera í gangi á síðasta kjörtímabili á undan og svo ekki síst sameining Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. En með samstilltu átaki hefur málum verið þokað í rétta átt, þótt ýmsum hafi þótt hægt ganga.
Ég held að núverandi meirihluti geti gengið stoltur frá borði og eftirlátið næstu bæjarstjórn gott bú að taka við. En auðvitað er af nógu að taka í framtíðinni og það þarf að forgangsraða eins og alltaf.
Við kláruðum ekki allt sem þurfti að gera!!
Gatnakerfi Fjallabyggðar hefur tekið stakkaskiptum með gríðarlegu átaki, viðhaldi mannvirkja hefur verið sinnt svo um munar, má þar nefna Sundhöll Siglufjarðar, Ráðhúsið Siglufirði , Grunnskólana og fleira. Byggt við leikskólann Ólafsfirði. Nýtt gámasvæði útbúið á Ólafsfirði og nýtt fyrirkomulag á sorphirðu á eftir að spara okkur umtalsverðan pening. Síðast en ekki síst eru gagngerar endurbætur á sundlaug Ólafsfjarðar ásamt fyrirhugaðri rennibraut sem verður tilbúin í sumar. Allt hið glæsilegasta mannvirki. Það er leitt til þess að heyra að menn hafi horn í síðu þessarar framkvæmdar , en á móti vil ég benda á að sundlaugin er orðin 65 ára og ekki vanþörf á andlitslyftingu. Varðandi það að þessi framkvæmd sé klúður frá upphafi til enda vísa ég því algjörlega á bug. Það varð miskilningur í byrjun varðandi kynningu verkefnisins og svo urðu mistök við hönnun lendingarlaugar. Þessi mál eru nú öll leyst og það er ekki hægt annað en að vera stoltur yfir því að loksins hyllir undir rennibraut í Fjallabyggð með nýjum pottum. Það var kominn tími á þessa framkvæmd þó fyrr hefði verið!!
Egill ég vil benda þér á að H-listinn var með þetta mál á sinni stefnuskrá fyrir síðustu kosningar svo við vorum aðeins að uppfylla gæluverkefni þitt.
Framkvæmdir og viðhald gatna, fasteigna og fleiri þátta skaga hátt í 1000 milljónir á tímabilinu
Engin ný lán hafa verið tekin síðan 2005 og greitt af lánum á 5. hundrað milljóna á kjörtímabilinu. Þrátt fyrir þetta eigum við rúmlega 300 milljónir í sjóðum.
Þetta er árangur sem vert er að huga að í aðdraganda kosninga og sýnir svart á hvítu hversu öflugur meirihlutinn hefur verið á þessu kjörtímabili undir forystu sjálfstæðismanna. Um það þarf enginn að efast, þó svo reynt sé að gera lítið úr árangri okkar með ýmis konar yfirklóri um að hitt og þetta mætti vera betra.
Það virðist gæta svolítils misskilnings og er svolítil hrepparígsumræða milli bæjarkjarna, SEM ÝMSIR ÝTA UNDIR að meira sé gert á öðrum staðnum en hinum. Við í meirihluta bæjarstjórnar höfum eftir bestu samvisku reynt að huga að því sem brýnast er burt séð frá staðsetningu. Ég hef nefnilega heyrt út undan mér að ég hafi þótt heldur frekur til verka Ólafsfjarðar -megin, en það er ekki rétt og tölur um framkvæmdir og viðhald sem ég hef tekið saman bera annað með sér. Það hallar nefnilega ekki á þó svo árið 2010 sé tekið með svo þeir sem halda að allt sé gert öðru megin geta andað léttar.
Við erum nefnilega eitt sveitarfélag Fjallabyggð. Næsta kjörtímabil mun endanlega sameina fólkið sem býr á Ólafsfirði og Siglufirði í eitt samfélag. Það er ég viss um.
Ég verð að segja að mér sárnaði dylgjur Sigurðar Hlöðvessonar í T-listablaðinu um að einhverjir sem voru á móti sameiningu hafi unnið á þessu kjörtímabili á móti því að sameina bæjarkjarnana. Þær eru fráleitar og vart svara verðar. Þær beinast að öllum líkindum gegn greinarhöfundi og vísa ég því heim til föðurhúsanna. Það tekur meira en eitt kjörtímabil að stilla saman strengi mannlífsins, sérstaklega eins og samgöngur hafa verið.
Þrátt fyrir miklar framkvæmdir og viðhald hefur tekist að halda bæjarsjóði á mjög góðu róli. Á vefsíðu Fjallabyggðar má sjá lykiltölur úr ársreiknigi síðasta árs sem sýnir sterka stöðu bæjarsjóðs. Hagræðing við samgöngubæturnar þegar Héðinsfjarðargöng verða tilbúin skilar sér vonandi í töluverðum mæli á næstu árum bæjarfélaginu til heilla. Nú þegar eru hafnar umtalverðar breytingar til hagræðingar í fræðslumálum með sameiningu skólanna, í málefnum þjónustumiðstöðva og í safnamálum. Hér er um viðamikil og erfið mál að ræða sem vonandi spilast vel úr í framtíðinni.
Ég tel að við sem nú göngum úr bæjarstjórn getum borið höfuðið hátt og litið björtum augum til framtíðar.
Ég vil að lokum þakka samstarfsfólki mínu í pólitíkinni á þessu kjörtímabili og bæjarbúum öllum fyrir gott samstarf og vona að þeir sem taka við beri gæfu til þess að halda áfram á sömu braut, að byggja upp traust og gott samfélag í Fjallabyggð.
Ég veit að frambjóðendur D-listans eru verðugir fulltrúar okkar bæjarfélags og hvet kjósendur til þess að styðja þá til góðra verka. Þeir eru traustsins verðir.
Þorsteinn Ásgeirsson
forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar
Athugasemdir