Forsætis­ráðherra er stærsta efnahagsvandamál Íslands

Forsætis­ráðherra er stærsta efnahagsvandamál Íslands Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er að verða stærsta efnahagsvandamál sem þjóðin þarf að

Fréttir

Forsætis­ráðherra er stærsta efnahagsvandamál Íslands

Óla Björn Kárason
Óla Björn Kárason
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er að verða stærsta efnahagsvandamál sem þjóðin þarf að glíma við. Hún hefur misst tökin á ríkisstjórninni og hefur því í hótunum við samverkamenn. Hún veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga í Icesave-málinu, er margsaga um samskiptin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og neitar að beita sér að alþjóðavettvangi til að gæta hagsmuna lands og þjóðar.

Í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins 11. október svarar Jóhanna Sigurðardóttir spurningum um stöðu á Icesave-málinu. Daginn áður hafði Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagt að Bretar og Hollendingar vildu ekki fallast á þann fyrirvara sem Alþingi setti í sumar varðandi ríkisábyrgð, að Íslendingar hefðu möguleika að leita réttar síns fyrir dómstólum. Ráðherrann fyrrverandi vildi halda fast í þennan fyrirvara og sagði sig úr ríkisstjórn vegna þessa.

Orðrétt sagði Jóhanna Sigurðardóttir í áðurnefndu viðtali:

„Við erum að reyna að fá ásættanlega niðurstöðu einmitt í það mál. Öðruvísi förum við ekki með það fyrir þingið nema að við fáum ásættanlega niðurstöðu í það mál sem við treystum okkur að bera fyrir þingið. Það er alveg ljóst.“

Síðan er forsætisráðherra spurður um hvort það væri ásættanleg niðurstaða ef það þurfi að falla fá fyrirvaranum um að leita til dómstóla til að fá úr því skorið hvort greiðsluskylda sé á ríkinu vegna Icesave.

„Ég ætla ekkert að úttjá mig um það. Ég er fyrst og fremst að fara þá leið í þessu efni sem sannviskan býður mér og ég treysti mér að fara fram með fyrir hönd þjóðarinnar og auðvitað felst það í þessu að það er ekki ásættanlegt ef að okkur verður bannað að leita réttar okkar síðarmeir ef að í ljós kemur að okkur hefur ekki borið þessi greiðsluskylda á Icesave-láninu.“

Þetta svar forsætisráðherra er óskiljanlegt. Annað hvort er Jóhanna Sigurðardóttir að kasta ryki í augum almennings eða að hún skilur ekki samhengi hlutanna.

Með hvaða hætti á að koma í ljós að Íslendingum beri ekki að greiða Icesave, nema fyrir dómstólum? Ráðherrann telur að Íslendingar eigi að halda réttinum að leita á náðir dómstóla, ef í ljós kemur að greiðsluskylda hafi ekki verið fyrir hendi!!

En afhverju skyldi það vera óásættanlegt nú að Íslendingar geti ekki leitað á náðir dómstóla þegar slíkt var ásættanlegt í sumar þegar reynt var að troða hinum nöturlega Icesave-samningi í gegnum þingið?

Hér á AMX hefur verið rifjað upp hvernig Jóhanna Sigurðardóttir hefur sveiflast til og frá í Icesave-málinu. Þá hefur einnig verið farið yfir það hvað forsætisráðherrann hefur sagt um samskiptin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.Hún hefur ítrekað fullvissað þingheim um að AGS hafi ekki haft í hótunum eða sett afgreiðslu Icesave sem skilyrði fyrir aðstoð við Íslendinga.

Vegna þess hvernig verkstjórinn hefur haldið á málum er ríkisstjórnin lömuð og lítt til verka fallin og vandinn vex frá degi til dags. Framhjá þeirri staðreynd komast spunameistarar ráðherrans ekki. Því miður er forsætisráðherrann hluti vandans sem við er að glíma en ekki partur af lausninni.


Athugasemdir

05.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst