Fortíð-nútíð-framtíð. Grein eftir Róbert Haraldsson

Fortíð-nútíð-framtíð. Grein eftir Róbert Haraldsson Nú styttist í kosningar og þá er tilvalið að horfa til framtíðar og hvetja frambjóðandur að styðja við

Fréttir

Fortíð-nútíð-framtíð. Grein eftir Róbert Haraldsson

Innsent efni.

 

Nú styttist í kosningar og þá er tilvalið að horfa til framtíðar og hvetja frambjóðandur að styðja við mikilvæg málefni. Alltaf gott að viðra góðar hugmyndir og velta fyrir sér hvað gerir góðan bæ betri.      Þar sem ég og mín fjölskylda lifum og hrærumst í fótboltaheiminum, þá er ekki úr vegi  að skoða framtíðarmál á þeim vettvangi.

 

Hér erum við með tvö íþróttahús sem við notum 8-9 mánuði á ári til æfinga. Þess má geta að nánast öll önnur knattspyrnufélög landsins eru hætt að æfa knattspyrnu í íþróttahúsum. Mikil gróska er í öllu íþróttalífi í Fjallabyggð og setið um tímana í íþróttahúsunum, þar sem knattspyrnuæfingar eru í meirhluta. Reglulega er verið að minnka opnunartími íþróttahúsanna. Væri það ekki allra hagur ef  knattspyrnan gæti farið að mestu leiti út á knattspyrnuvelli í stað þess að vera í íþróttahúsunum?

Við höfum tvo flotta sparkvelli, þar sem annar er ekki nothæfur yfir snjóamánuðina. Lítið gagn af því og með ólíkindum að ekki hafi verið gert eitthvað í þeim málum! Við erum með flotta aðstöðu á Ólafsfirði frá því snjóa leysir og fram á haust, stundum erfitt þegar grasið kemur illa undan vetri. Til að mynda á meistaraflokkur karla að spila fyrsta leik í Íslandsmótinu 10. maí og yngri flokkarnir byrja í kringum 25.maí. Verður völlurinn leikhæfur fyrir þann tíma? Varla, og hvar geta flokkarnir æft í maí? Jú, á sparkvöllunum...en það er svona svipað og að æfa sund í heitapottinum og fara svo að keppa í stóru lauginni.

Nú er búið að samþykkja hálfan gervigrasvöll á Dalvík. Frábært framtak hjá þeim sem stjórna þar. En mitt mat er að það sé tóm vitleysa að byggja einungis hálfan völl. Þeir sjá örugglega eftir því þegar fram líða stundir. Flestir knattspyrnu flokkarnir í Fjallabyggð eru að sameinast Dalvík og vonandi styttist í það að allir flokkar félaganna sameinist. (jafnvel bæjarfélögin) Og hvar á þá að spila, æfa  og vera með frambærilega aðstöðu. Í fjórum efstu landsdeildum eru 48 lið og þar á meðal Dalvík og KF. Þessi tvö lið ásamt Magna (Grenivík) Einherja (Vopnafirði) og Tindastóll (Sauðárkrók) eru einu liðin sem ekki hafa gervigrasvöll í fullri stærð eða aðstöðu að innahúshöll í fullri stærð. Er þetta ásættanlegt fyrir þá sem stunda vinsælustu og fjölmennustu íþróttagreinina í þessum tveim bæjarfélögum?

Hvert er ég að fara með þessum skrifum....jú....ég vil velta þeirri hugmynd fram að Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð skoði þann möguleika að byggja heilan, upphitaðan, löglegan, nothæfan gervigrasvöll á Dalvík.  Ég veit að þetta kostar sitt, en taka þarf með í dæmið hvað sé hægt að hagræða með því að vera með svona völl hér á svæðinu. Taka allt með í reiknisdæmið. Ekki höfum við efni á að byggja hér knattspyrnuhöll og hvergi hef ég séð í framtíðarplönum Fjallabyggðar að gervigrasvöllur sé á leiðinni.  Við erum að missa áhugasömustu iðkendur yfir í önnur bæjarfélög, að stærstum hluta vegna aðstöðuleysis. Ég líki knattspyrnuaðstæðum í Fjallabyggð við það að þurfa að búa í torfkofa með ekkert internet! Eða svipaða og þegar ég spilaði mína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir KS á mölinni forðum daga, þegar öll önnur lið voru löngu byrjuð að spila á grasvöllum.

Nú skora ég á ykkur sem eru í framboði og viljið gera góða hluti hér í bæ að skoða þetta mál vel og vandlega.  Metið kosti og galla áður en þið sláið á Del-takkann. Það eru eflaust mörg atkvæði sem liggja hjá foreldrum þeirra barna sem stunda knattspyrnu hér í bæ og vilja sjá aðstöðu í knattspyrnumálum sem sæmir sveitafélagi eins og Fjallabyggð!

Bestu kveðjur,

Róbert Haraldsson

Kjósið  X-fótbolti

Mynd fengin af vikingur.is


Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst