Súkkulaðiparadís í Aðalbakaríi

Súkkulaðiparadís í Aðalbakaríi Ég kíkkaði við í Aðalbakaríi á Sigló til að athuga hvort það væri ekki allt á góðri leið með allskonar kruðerí og snúða

Fréttir

Súkkulaðiparadís í Aðalbakaríi

Kobbi Kára. Ljósmynd: Hrólfur Baldursson
Kobbi Kára. Ljósmynd: Hrólfur Baldursson

Ég kíkkaði við í Aðalbakaríi á Sigló til að athuga hvort það væri ekki allt á góðri leið með allskonar kruðerí og snúða svona rétt fyrir kaffið, en þó aðallega til að sníkja snúð með extra miklu súkkulaði.

Kobbi var svo ánægður að sjá mig að hann náði að troða upp í mig hálfum snúð áður en ég náði að segja góðan daginn. Eftir þær hanteringar fékk ég mér einn kleinuhring, líka með miklu súkkulaði.

Trausti var í starfskynningu og sá um að hræra súkkulaði sem átti að fara á allskonar hrikalega gott bakkelsi og gerði það eins og sannur fagmaður. Þetta leit svo vel út að ég var að spá í að ná mér í bolla og hreinlega drekka þetta.

Elín, Gunna Bína og Hafdís voru í kaffi þannig að ég settist aðeins niður með þeim og fékk mér súkkulaðiköku og kaffi, alveg væna sneið (reyndar mjög væna). Kristine var svo að setja rjóma á bollur sem ég fylgdist með af miklum áhuga og að sjálfsögðu fékk ég mér tvær svona bollur af því þetta var á borðinu fyrir framan mig, plús það að Kristine skrapp frá til að sækja meiri rjóma.

Súkkulaðiparadís Aðalbakarís

Þess má geta að Aðalbakarí er eitt af albeztu bakaríum á landinu, að mínu mati, og algjörlega nauðsynlegt fyrir brottflutta að kíkja við þegar þeir koma á heimahagana. (Ég má ekki segja að það sé "langbezta bakaríið á landinu" vegna þess að ég þekki nokkra bakara fyrir sunnan sem eiga nú bara alls ekki svo slæm bakarí og færu í fýlu ef þeir myndu slysast til að lesa þetta, en ég skal segja það við ykkur undir fjögur augu ef ég hitti ykkur á förnum vegi).

Ég er jafnvel að spá í að koma við á hverjum degi til þess að taka myndir af þeim í bakaríinu og auðvitað líka til að smakka.

Súkkulaðiparadís Aðalbakarís Súkkulaðiparadís Aðalbakarís

Trausti að vinna í súkkulaðinu.

Súkkulaðiparadís Aðalbakarís

Kristine að smella rjóma á bollurnar (úff hvað þær eru góðar).

Súkkulaðiparadís Aðalbakarís

Gunna Bína að dást að mér þegar ég gúffa í mig súkkulaðikökunni.

Súkkulaðiparadís Aðalbakarís Súkkulaðiparadís Aðalbakarís

Elín var agndofa yfir því hvað ég var klár að borða súkkulaðikökuna.

Súkkulaðiparadís Aðalbakarís

Kobbi.


Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst