Pistill: Kirkjugarða vandamál Siglfirðinga eru grafalvarleg mál

Pistill: Kirkjugarða vandamál Siglfirðinga eru grafalvarleg mál Margt og mikið hefur gengið á í okkar litla fallega bæjarfélagi síðustu daga og

Fréttir

Pistill: Kirkjugarða vandamál Siglfirðinga eru grafalvarleg mál

Virðingarvert framtak sjálfboðaliða
Virðingarvert framtak sjálfboðaliða

Margt og mikið hefur gengið á í okkar litla fallega bæjarfélagi síðustu daga og "Bæjarlínan" sjaldan verið svona glóðheit og áhugi fólks á hinum litla bæjarmiði Sigló.is aldrei verið meiri.

Upphafið að þessu öllu var grein sem hét "Hörmungar ástand í kirkjugarðinum" en hún sýndi í myndum og máli slæma umhirðu á gróðri og girðingum og fleiru í syðri kirkjugarði Siglfirðinga. Meiningin með þessari birtingu var einungis að vekja athygli bæjarbúa á þessu ástandi og spyrja spurninga sem fjölmargir bæjarbúar höfðu reynt að spyrja áður en kannski ekki á réttum stað eða hjá réttum aðilum. 

Þetta er nefnilega margflókið og grafalvarlegt mál sem snertir hjarta og tilfinningar flestra bæjarbúa.

Vegna þess að þetta snýst meðal annars um virðingu okkar fyrir látnum ástvinum og ættingjum og ekki síst um líðan og viðbrögð syrgenda í því umhverfi sem þeim er boðið uppá við heimsóknir sínar í kirkjugarða Siglufjarðar.

Síðar kom líka í ljós að ástandið í gamla kirkjugarðinum var engu skárra. Sjá grein hér: Og hvernig er svo ástandið í gamla kirkjugarðinum.

Daginn eftir birtir síðan Pressan.is allar myndirnar og texta meira eða minna óstyttan sem síðan vekur athygli MBL.is og blaðamaður þar skrifar grein sama dag undir nafninu "Fólki er ekki sama" Það er augljóst að blaðamaður MBL hefur að einhverju leiti legið á hleri á Bæjarlínunni áður en hann tekur viðtal við Sigurð Hlöðversson formann sóknarnefndar Siglufjarðar. Ekki Fjallabyggðar, því það er önnur sóknarnefnd í Ólafsfirði og þeir virðast ekki vera í vandræðum með að sinna sínum fína kirkjugarði.

RUV.is hefur einnig gert mjög svo málefnalega grein um kirkjugarðs vandan

Siglfirðingar er ekkert öðruvísi en annað fólk og margir tóku illa við sér þegar þeir loksins fengu svör úr öllum áttum , en margt af þeim svörum voru svona að mörgu leiti einhverskonar  "Ekki Svör" með sterkan tón af "ekki benda á mig".

Bærinn á að sjá um þetta, þetta hvað ?

Sóknarnefnd á að sinna þessu, þessu hverju ?

Það er aukning Hobbý-rollubænda í bænum sem rót hins illa í þessu máli og svo framvegis.

Það er næstum spaugilegt að lesa fundargerð Bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem sóknarnefnd er krafin skýringar á ástandi kirkjugarðana, en þar kemur fram að sóknarnefnd áminnir Bæjarráð um þeirra skyldur og ábyrgð og svo vise versa.

Krossinn fallegi í syðri kirkjugarðinum og vaskir sjálfboðaliðar í bakgrunninum

13. 1506088 - Umhirða kirkjugarða

Niðurstaða fundar:
Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju, Sigurður Hlöðvesson, Guðmundur Skarphéðinsson og Guðlaug I. Guðmundsdóttir til viðræðu um umhirðu kirkjugarða í Siglufirði.

Til umfjöllunar var umhirða í kirkjugörðum í Siglufirði.
Samkvæmt 12. gr. laga um kirkjugarða er sveitarfélagi því, er liggur innan sóknar, skylt að láta ókeypis í té hæfilegt kirkjugarðsstæði svo og efni í girðingu, þó þannig að óbreyttar haldist kvaðir þær er þegar eru á jörðum og lóðum þar sem kirkjugarðar standa.

Þar sem ekki er völ á nægilega þurrum eða djúpum jarðvegi til kirkjugarðsstæðis skal sveitarfélag kosta framræslu og uppfyllingu landsins.

 Samkvæmt viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði er

eftirfarandi talið hæfilegt efni í girðingu um kirkjugarð.

 13. gr. Girðingarefni

Sveitarfélag greiðir efniskostnað við girðingu utan um kirkjugarð.
Hæfileg girðing miðast við stálgrindagirðingu; 1,2 m hátt galvaníserað teinanet með hefðbundnu staurabili.
Þegar hlaðnir garðar eru endurhlaðnir skal almennt litið svo á að efni til girðingarinnar sé þegar til staðar.
Ef girðing sem þegar hefur verið reist telst ekki hæfileg samkvæmt 2. mgr., leiðir framangreint ekki til þess að kirkjugarðsstjórn eigi rétt á greiðslum til endurbóta eða endurnýjunar sé ekki raunveruleg þörf á.
Sveitarstjórn og kirkjugarðsstjórn er ávallt heimilt að semja um hærri framlög, t.d. ef aðilar telja annars konar girðingu endingarbetri, falla betur að umhverfi eða þ.u.l.

 Bæjarráð harmar ástand kirkjugarða í Siglufirði, en þeir eru á ábyrgð sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju.

 Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að koma með umsögn um málið á næsta fundi bæjarráðs.

En auðvitað snérist þetta aldrei um rollur eða fjölda rollubænda, götin á girðingum...... ja meira fjarvera girðinga allmennt í báðum görðum var vandamálið, það hlýtur að vera augljós fyrir alla þegar snjóa leysti og götin voru þarna löngu áður en kindur komu úr húsum, vel úti var þeim boðið í blómaveislu í kirkjugörðunum og þær þökkuðu ekki einu sinni fyrir sig.

Moldar og grjót haugar norðan syðri garðsins eru vissulega úr fjárhúsgrunni rollubænda en þeir voru víst beðnir að keyra þessu þangað fyrir mörgum árum vegna framtíða stækkunar kirkjugarðsins í norðurátt.

Þegar svörin eru mörg og loðinn þá er almenningur oft skilinn eftir í óvissu og verður að byrja að giska og spekúlera og þá hitnar nú Bæjarlínan og það sem er sagt þar verður ekki birt hér í þessum miðli. En það er ekki þar með sagt að þær spurningar sem kastað er í loftið þar séu rangar eða fáránlegar. Margar eru mjög markvissar og eru virkilega hnitmiðaðar og eiga svo sannarlega rétt á sér í lýðræðislegu samfélagi.

Fréttarritari hefur hinsvegar áráðanlegar og staðfestar heimildir fyrir því að nokkur mjög svo óánægð sóknarbörn hafi haft samband við Biskupsembætti Íslands og Prófast embættið sem hefur ábyrgð á þessu svæði landsins. Einnig hefur sami hópur rætt um að hafa samband við Ríkisendurskoðun og biðja um aðstoð við að fá svör um bókhald yfir útgjöld og tekjur sóknarnefndar Siglufjarðar.

Það er hins vegar mjög sárt og leiðinlegt að heyra niðrandi orð um fólk sem hefur setið í nefndum og unnið óeigingjarnt starf í þágu bæjarbúa, eftir bestu getu, það á náttúrulega þakkir skilið en það getur líka verið lausn í hinu góða formi af lýðræðissamfélagi að nefndir og stjórnir sem telja sig ekki geta fjárhagslega, stjórnsýslulega eða hreint af lagalega sinnt sínum verkum að þá þarf það hvorki að vera ósigur eða niðurlæging að segja af sér ábyrgð og láta aðra nýja krafta koma með lausnir, nýja forgangsröðun og hugmyndafræði.

Það er einnig særandi að heyra að ætlun Sigló.is með því að birta svona neikvæða grein um okkar annars svo fallega fjörð væri að skapa sundrun og ósætti á milli bæjarbúa. Það liggur náttúrulega oft í manneskjulegu eðli að "Skjóta frekar saklausan boðberan" heldur en að horfast á við augun á köldum veruleikanum. Það er líka svo létt að vera "Skúli fúli" sem er almennt á móti öllu, bara öllu, án útskýringa á netinu og telja sig ekki þurfa að standa fyrir neinu sem maður hrækir út úr sér. En allar skoðanir sem fólk sendir inn eru samt birtar.

Það er auðvitað hlutverk bæjarmiðils eins og Siglo.is að birta myndir og skrifa um hluti sem bæjarbúar eru ekki ánægðir með, ekki bara gulli gulli gull gull myndir af fallegu sólarlagi, skemmtanalífi eða fallegu húsunum sem hann Róbert er að byggja. Nei, og hér fer ekki fram rannsóknar blaðamennska á háu stigi heldur, en það er samt skoðana frelsi hér þó að við búum í litlum bæ þar sem kannski mörgum finnst best að "öll dýrin í skóginum séu vinir", þó getur það líka verið jafn hættuleg hugmynda fræði eins og hún er falleg, því þá verður enginn þróun, ekkert sem rekur okkur áfram, enginn vilji til að gera betur, allir eru bara sammála um að allt er gott eins og það er.  

Þegar við erum ósammála þá erum við ekki óvinir, þá erum við bara sammála um að vera ósamála og okkur ber skilda til að segja við hvort annað, eigum við ekki að ræða þetta betur á morgun á málefnalegum grundvelli? Við getum ekki leyft okkur neitt annað, við erum svo fá og við eigum svo mikið í hvort öðru. Við erum öll skyld eða tengd á einhvern hátt og miklu meira lík hvort öðru en ólík.

Það er líka lágt að hæðast að eða lítillækka skoðanir annarra og draga fólk í dilka, þú skalt nú ekki vera að tjá þig mikið um þetta mál, því þú ert teyngdur  rollubændum. Eða hæðast af þeim eðalkonum sem mættu í helli rigningu með formanni sóknarnefndar í sjálfboðavinnu með eigin garðverkfæri, þær og allir sem líta á það sem lausn á þessu máli hafa rétt á þeirri skoðun og þær eiga heiður skilið fyrir sín verk þó svo að flestir aðrir séu sammála um að verkefni sem maður greiðir fyrir með sköttum séu yfirleitt ekki unnin í sjálfboðavinnu. 

Það viðmót  sem fréttaritari Sigló.is fékk frá formanni sóknarnefndar þegar hann kom suður í garð kl: 16:15 til að aðstoða sjálfboðaliðana er ekki verðug fullorðnu fólki.  
En þá stóð fréttaritari utan við hliðið og tók myndir í helli rigningu og dáðist af dugnaði og fórnvísi sex kvenmanna sem þrátt fyrir leiðinda veður voru mættar á staðinn. Fréttaritari var búinn að undirbúa 3 spurningar til formannsins og var að vonast til að hitta hann við þetta tilfelli.

Sigurður Hlöðversson formaður mætir í sjálfboðavinnuna

"Blessaður Sigurður........" sagði fréttaritarinn kurteislega og en náði ekki að segja neitt meira áður en formaðurinn svarar og sýndi það virkilega með kropp og sál að hann meinti það sem hann sagði: "Blessaður og BLESS" með mjög harðri áherslu á orðið BLESS og sýndi það á allan hátt að hann vildi ekki ræða við fréttaritara Sigló.is og að fréttarritari var ekki velkomin á þennan opinbera stað þessa stundina.

Gjörsamlega fáránleg framkoma hjá manni sem fer með embætti formanns í nefnd á vegum Íslensku kirkjunnar.

Spurningarnar 3 sem aldrei komust í loftið voru:

  1.  Þegar ljóst var snemma í vor að hvorki var til fjármagn eða mannafli hjá sóknarnefnd til að leysa þau verkefni sem ykkur ber skylda til að leysa, hefði þá ekki verið réttara að gera Bæjarráði grein fyrir vandanum og biðja um hjálp þá þegar ?
     
  2.  Hver eða hverjir hafa verið verktakar síðustu 3 árinn og haft ábyrgð á umhverfi kirkjugarðana og hvað hefur það kostað árlega ?
     
  3. Er það alveg útilokuð lausn að sóknarnefnd segi af sér og leyfi nýjum aðilum að takast á við vandan með öðrum hugmyndum en sjálfboðavinnu bæjarbúa ?

Formanni er velkomið að svara þessum spurningum og senda svörin til Sigló.is.

Að lokum er vert að nefna að í undirbúnings vinnu þessarar greina fann Sigló.is á heimasíðu KANON Arkitekta teikningar  (4 glæsilegar myndir)

Af hverju var aldrei byrjað á þessum plönum ? 

Kirkjugarðar Siglufjarðar
Hannað 2010 – 2011
Verkkaupi: Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju með stuðningi kirkjugarðaráðs
Stærð: 1,3 ha

Garðurinn við Ráeyrarveg er annar tveggja kirkjugarða í Siglufjarðarprestakalli. Hann var tekin í notkun 1989 og liggur rétt utan við þéttbýliskjarnann. Garðurinn var lengi tiltölulega afskiptur og því nauðsynlegt og tímabært að útbúa framtíðarskipulag til að vinna eftir. Framkvæmd fyrsta áfanga felst aðallega í að lagfæra aðkomur og bílastæði. Þá liggur fyrir að móta þurfi ný svæði fyrir kistugrafir og duftker. Einnig eru áform um smíði garðhliðs, byggingu minningarreits og þjónustubygginga. Gert er ráð fyrir að garðurinn muni stækka í áföngum til norðurs og hann geti þannig þjónað Siglfirðingum næstu áratugi.

Lifið heil.

Myndir og texti: NB
(Jón Björgvinsson) 


Athugasemdir

21.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst