Kláfferja uppá Múlakollu
sksiglo.is | Greinar | 31.05.2010 | 07:00 | Sigríður María Róbertsdóttir | Lestrar 657 | Athugasemdir ( )
Nú þegar kosningar nálgast þá verðum mönnum oft tíðrætt um mikla möguleika í ferðaþjónustu og er það ekkert öðruvísi hér í Fjallabyggð. En vandamálið er oft það að erfitt er að tosa ferðmanninn til okkar af
þjóðvegi 1. Ljóst er að með tilkomu Héðinsfjarðarganga og
Héðinsfjarðarbrautar milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar opnast nýr og
spennandi valkostur fyrir innlenda og erlenda ferðamenn til að kynna sér
það sem Fjallabyggð hefur uppá að bjóða. Til að fá ferðamanninn til að
stoppa við þá þurfum við að hafa eitthvað uppá að bjóða. Við höfum
Síldarminjasafnið, Þjóðlagasetrið, Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði,
gönguleiðir, skíðasvæði, veitingastaði og meira má upp telja.
Siglufjörður stendur þó betur að vígi en Ólafsfjörður í þessum efnum.
Í mörg ár hefur undirritaður verið að kanna ýmsa möguleika í ferðaþjónustu til að halda lengur í ferðamanninn og tosa fleiri á svæðið. Eftir því sem dvölin lengist eyða menn meiri fjármunum sem verða eftir í Fjallabyggð. Þess vegna fór ég að kanna möguleika á að setja upp kláfferju uppá fjallið Múlakollu ofan við byggðina í Ólafsfirði. Raunar er það furðulegt að ekki skuli vera komin upp svona lyfta hér á landi, reyndar er smá vottur af henni í Bláfjöllum þegar Kóngurinn var settur upp árið 2004. Svona ferjur eru víða erlendis og eru geysilega skemmtilegur kostur til að skoða sig um. Hugmyndir hafa verið uppi að setja upp kláf í Hlíðarfjalli og einnig á Ísafirði, en ekkert hefur gerst ennþá.
Þar sem nýtt aðalskipulag er búið að vera í vinnslu og lítur senn dagsins ljós þá óskaði ég eftir því að gert væri ráð fyrir kláfferju uppá Múlakollu og það var samþykkt. Þessi kláfferja er hugsuð þannig að hún sé opin allt árið um kring. Sumir mundu halda að hún væri aðallega fyrir skíðamenn en svo er það nú ekki. Sannarlega mundi hún nýtast þeim sem stunda óhefbundna skíðamennsku en ekki síst þeim fjölmörgu sem oft hafa horft deymandi upp til fjalla í góðu veðri og óskað sér að vera á toppnum.
Ég sé fyrir mér að skemmtiferðaskip komi inn til Siglufjarðar eða Ólafsfjarðar, ferðamönnum skutlað í land á léttbátum og þeim síðan ekið upp að kláfferjunni. Einnig sé ég fyrir mér giftingar í miðnætursól á sumrin og ekki síst undir stjörnubjörtum himni á vetrum. Einhverjir munu setja spurningamerki við veðurfar og það er eðlilegt. Norðanáttin er ríkjandi í Ólafsfirði en fyrir henni verður kláfferjan í skjóli. Öll könnumst við við þokuna sem læðist oft inn yfir fjörðinn á sumrin og byrgir fyrir sólu, með ferjunni förum við uppúr þokunni í glaðsólskin. Ég er sannfærður um það að svona mannvirki muni auka ferðamannastraum til Tröllaskagans verulega mikið, allt árið um kring. Ljóst er að það þarf tugi þúsunda ferðamanna til að svona hlutir gangi upp, en höfum í huga að 100 þúsund gestir komu í Hlíðarfjall á liðnum vetri og 2006 komu 62 þúsund gestir í jarðböðin við Mývatn. Ég er ekki í vafa um það að kláfferja uppá Múlakollu er tækifæri til framtíðar.
Helgi Jóhannsson
Í mörg ár hefur undirritaður verið að kanna ýmsa möguleika í ferðaþjónustu til að halda lengur í ferðamanninn og tosa fleiri á svæðið. Eftir því sem dvölin lengist eyða menn meiri fjármunum sem verða eftir í Fjallabyggð. Þess vegna fór ég að kanna möguleika á að setja upp kláfferju uppá fjallið Múlakollu ofan við byggðina í Ólafsfirði. Raunar er það furðulegt að ekki skuli vera komin upp svona lyfta hér á landi, reyndar er smá vottur af henni í Bláfjöllum þegar Kóngurinn var settur upp árið 2004. Svona ferjur eru víða erlendis og eru geysilega skemmtilegur kostur til að skoða sig um. Hugmyndir hafa verið uppi að setja upp kláf í Hlíðarfjalli og einnig á Ísafirði, en ekkert hefur gerst ennþá.
Þar sem nýtt aðalskipulag er búið að vera í vinnslu og lítur senn dagsins ljós þá óskaði ég eftir því að gert væri ráð fyrir kláfferju uppá Múlakollu og það var samþykkt. Þessi kláfferja er hugsuð þannig að hún sé opin allt árið um kring. Sumir mundu halda að hún væri aðallega fyrir skíðamenn en svo er það nú ekki. Sannarlega mundi hún nýtast þeim sem stunda óhefbundna skíðamennsku en ekki síst þeim fjölmörgu sem oft hafa horft deymandi upp til fjalla í góðu veðri og óskað sér að vera á toppnum.
Ég sé fyrir mér að skemmtiferðaskip komi inn til Siglufjarðar eða Ólafsfjarðar, ferðamönnum skutlað í land á léttbátum og þeim síðan ekið upp að kláfferjunni. Einnig sé ég fyrir mér giftingar í miðnætursól á sumrin og ekki síst undir stjörnubjörtum himni á vetrum. Einhverjir munu setja spurningamerki við veðurfar og það er eðlilegt. Norðanáttin er ríkjandi í Ólafsfirði en fyrir henni verður kláfferjan í skjóli. Öll könnumst við við þokuna sem læðist oft inn yfir fjörðinn á sumrin og byrgir fyrir sólu, með ferjunni förum við uppúr þokunni í glaðsólskin. Ég er sannfærður um það að svona mannvirki muni auka ferðamannastraum til Tröllaskagans verulega mikið, allt árið um kring. Ljóst er að það þarf tugi þúsunda ferðamanna til að svona hlutir gangi upp, en höfum í huga að 100 þúsund gestir komu í Hlíðarfjall á liðnum vetri og 2006 komu 62 þúsund gestir í jarðböðin við Mývatn. Ég er ekki í vafa um það að kláfferja uppá Múlakollu er tækifæri til framtíðar.
Helgi Jóhannsson
Athugasemdir