Ljósmyndasafn Siglufjarðar.

Ljósmyndasafn Siglufjarðar. Mikið starf fer  nú fram við að koma ljósmyndum Ljósmyndasafns Siglufjarðar í  stafrænt form.  Alls eru yfir  34.000

Fréttir

Ljósmyndasafn Siglufjarðar.

Hver man ekki eftir þessari öflugu fjölskyldu. Eiga myndir eins og þessi ekki skilið að fá texta?
Hver man ekki eftir þessari öflugu fjölskyldu. Eiga myndir eins og þessi ekki skilið að fá texta?

Mikið starf fer  nú fram við að koma ljósmyndum Ljósmyndasafns Siglufjarðar í  stafrænt form.  Alls eru yfir  34.000 ljósmyndir komnar inn á ljósmyndavef safnsins. Steingrímur Kristinsson heldur áfram að skanna inn myndir og setja inn á vefinn  af sinni alþekktu seiglu og krafti. Þá hefur Helga Sigurbjörnsdóttir hafið störf á Siglufirði við að skanna og koma myndum inn á heimasíðuna.  Samstarfið við okkar fólk á Litla Hrauni hefur gengi mjög vel.  Allt er samkvæmt áætlun og  öll vinnubrögð og samskipti til fyrirmyndar.   Ljósmyndasafnið bindur miklar vonir við að framhald verði á þessu samstarfi en þetta er tilraunaverkefni til sex mánaða.

 

Enn skortir verulega á að einstaklingar setjist niður og sendi okkur upplýsingar um atburði og eða einstaklinga á myndum í safninu.   Þó að það sé gaman að fletta í gegnum safnið og skoða fallegar myndir með mikla sögu, þá verður gildi þessara mynda enn meira ef að vandaður texti fylgir. Við hvetjum því fólk eindregið til að leggja okkur lið við skráningu safnsins. 

 


Athugasemdir

05.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst